Lokaþáttur One Tree Hill Já ég sat áðan og horfði Spennt(með stóru S-i) á lokaþáttinn í þessari mögnuðu seríu. Hann var, sjokkerandi, vægast sagt. Þetta skilur eftir svo marga lausa hnúta að það færi allt í flækju ef það ætti að binda þá saman aftur.
Hérna er það sem gerðist í stórum dráttum..
Ravens töpuðu leiknum, sem átti að skera úr um hvort þeir myndu halda áfram í keppni eða ekki, þegar Lucas klúðraði 3 stiga skoti. Dan varð brjálaður, því að hann hafði sagt Nathan að skjóta sjálfur. Þeir rifust svakalega og heyrðist þar á meðal þessi ódauðlega setning: ,,Tim(eða hvað sem læknirinn hét) call the Security and tell them my son has been beaten to death!.“
Peyton og Brooke eru aftur orðnar vinkonur. Samt voru áhrofendur látnir halda að Brooke ætlaði að svíkja Peyton með því að segja Nicky hvert Jake hafði farið með Jenny litlu. En svo kom í ljós að P og B voru saman að senda Nicky til Seattle en þangað fór Jake að ekki(evil plan).
Nú.. Það kom einhver svaka væmin sena með Keith og Karen, þar sem Karen fór að gráta og var eitthvað biðjast fyrirgefningar. Nú, það hefur greinilega virkað eitthvað öfugt á Keith því að hann og Deb sváfu saman. Og viti menn! Dan kom að þeim í faðmlögum(undir sæng, sennilega nakin). Nú hann varð alveg brjálaður og sagði við Keith að hann þekkti hann ekki lengur og að þeir væru ekki bræður lengur.
En það voru aðrir bræður sem voru aðeins betri við hvorn annan í þættinum, og þá er ég að sjálfsögðu að tala um Nathan og Lucas. Þeir hittust á körfuboltavellinum þegar Nathan var búinn að frétta að Lucas væri að fara og þeit töluðu saman og föðmuðust svo.
Svo þegar Lucas ætlar að kveðja Haley, kemur enn eitt í ljós. Haley og Nathan eru búin að gifta sig. Það skildi Lucas eftir í sjokki(og mig!) en þau virtust voða happý saman.
Svo alveg í bláendann fær Dan hjartaáfall þegar hann er að skrifa undir skilnaðarpappírana. Deb kemur hlaupandi(skrítið hvernig þau birtast alltaf á fullkomum mómentum) og krýpur niður hjá honum. Það síðasta sem Dan segir er:,,You better hope I'll die.”
Svo sjást Keith og Lucas keyra saman og þá segir Lucas eitthvað um hrafna.
Og þannig endaði þetta.. Afar dramatískt, spennandi og ekki síst sorglegt(ég táraðist allavegana, en kannski er það bara viðkvæmnin í mér). Kannski ekkert rosalega ítarleg grein, en vonandi nægir þetta einhverjum þarna úti sem annaðhvort misstu af þættinum eða skildu hann ekki =)

Og btw þá er Chad(Lucas) fallegasti maður á jörðinni, just in case you didn't know ;)
go on just say it.. you need me like a bad habit.