Nágrannar Nina Tucker, Jack Scully & Izzy Hoyland

Nina og Jack hættu saman eftir að Nina komst að því að hann hefði haldið framhjá henni.
Núna er Jack farinn að vera með Izzy,
enginn veit það nema þau tvö..
Jack og Izzy voru e-h heima hjá Max að kyssast
(hún nottla “býr” þar..) því hún átti ekki von á neinum, en þá komu Sky og Boyd inn og Izzy rétt svo náði að láta Jack fara útum bakdyrnar.
En þar var Bob hundur körtunnar/Toadie og
hann byrjaði að gelta á fullu og þá kom kartan til að athuga hvaða væri í gangi og einmitt þegar að hann kom þá stökk Jack yfir girðinguna,
kartan sá ekki hver þetta var, sá bara einhvern stökkva þarna yfir.
Hann fór til Izzy, Boyd og Sky og sagði að einhver hefði verið að stökkva yfir girðinga, úr garðinum hjá þeim.
Izzy var svo róleg að Sky hafði efasemdir og hélt líklega að það hafi verið Karl sem stökk þarna yfir.
Mamma og pabbi Ninu voru að skilja og mamma hennar var að reyna að halda sýningu ein (án pabba hennar) en það gekk frekar illa..
Svo eftir sýninguna þá fóru þau á krána
(Nina, mamma hennar og Connor, hann fór með Ninu á sýninguna..) og þar kom í ljós að Lou hafi dýrkaði mömmu hennar allveg frá því að hann sá hana einhvertíman fyrir löngu..
Svo söng hún á kránni, en það gekk frekar illa svo Nina þurfti að hjálpa henni og núna vill mamma hennar að þær haldi sýningar saman og kalli sig “Tucker twins”.. Ninu lýst reyndar ekkert svo vel á það að kalla sig “Tucker twins” (skiljanlega vill hún ekki að fólk haldi að hún sé tvíburasystir mömmu sinnar..) þótt hún segi það ekki.


Harold Bishop & Sky Bishop

Sonur hans Harold, David kom fyrir svolitlu með
fjölskylduna sína., konu (Liljana) & ofdekraða stelpu(Serena).
Hann setti aleiguna sína í fyrirtækið sitt
sem er líklega farið á hausinn,
það var búið að setja keðju&hengilás á dyrnar
og svo stóð “Til leigu” í einum glugganum á húsinu.
Hann er engum búinn að segja frá þessu,
er ennþá að hringja e-h á fullu og reyna að fá einhver svör við þessu.
Í þættinum í gær þá hélt konan hans Davids einhverja hátið í sambandi við trúna sína (held hann kallist dýrlingadagur eða e-h),
og þangað komu Karl Kennedy, Susan Kennedy, Joe Scully, Lyn Scully, Oscar Scully, Stuart Parker og Taj Coppin.
Sky var að segja e-h við Boyd að það kæmi allt heim og saman að Izzy og Karl væru e-h saman,
Izzy heyrði þetta og fór til Harolds og sagði að Sky væri að bera út einhverjar sögur um hana,
Harold varð ótrúlega reiður og sagði við Sky að Izzy væri voða dugleg kona og hún ætti ekki að tala svona um hana.
Jack hringdi í Izzy í vinnuna og Sky heyrði hana kalla hann “ástarlækninn sinn” og hélt þessvegna að hún væri að tala við Karl.
En það er enginn að fatta hvernig manneskja Izzy er, nema Sky og Susan.
Ég held að Sky sé að fatta að Karl er byrjaður að drekka því hann kom heim til sín á leigubíl (Sky sá hann þegar hún var að fara út með ruslið) svo setti hann svona sprey í munninn á sér áður en hann labbaði inn til sín, til þess að það fyndist ekki vínlykt af honum.


Lyn Scully

Lyn er að fara til New York að heimsækja dætur sínar Michelle & ?man ekki hvað hin heitir?
Hárið er byrjað að setta af (samt er reyndar svoldið síðan það gerðist..)


Taj Coppin og Stuart Parker

Taj er búinn að átta sig á því hvernig maður Jonatan (e-h svoleiðis) er og er því hættur að fara á þessi námskeið með Stuart-i.,
reyndar þá endaði þátturinn í gær á því að Taj sagði við alla sem voru á námskeiðinu að Jonatan (?) væri peningaplokkari.. svo var hann að fara, en spurði fyrst Stuart hvort hann kæmi með.. þar endaði þátturinn.