Er ekki kominn tími á að það verði sent eitthvað inn á þetta blessaða áhugamál?
Þá verður maður að bretta upp ermarnar og koma sér vel fyrir tölvuna og tjá sig um uppáhalds sápuna sína - í mínu tilfelli, Nágrannar.

Það sem er búið að vera að gerast síðustu daga =>

Steph hætti með Max. Hún vildi ekki að hann myndi missa aðra konu vegna krabbameins og fannst besta hugmyndin vera að segja honum upp. Fyrir þá sem ekki vita, þá greindist Steph með brjóstakrabbamein.
Max er alveg í kássu út af þessu og saknar Steph.
Boyd tekur þessu ekki vel og ásakar Steph um að hafa verið með Stu allan tímann. Hann braut glerið á mótorhjólinu hennar og fékk glerbrot rétt fyrir ofan augnbrúnina. Max fór með hann upp á spítala og sá að Steph, Lyn og Joe voru að fara inn í lyftuna.
Hann ákveður að elta þau og þátturinn endaði með því að hann labbaði inn á herbergið hennar Steph þar sem hún var í lyfjameðferðinni. Spennandi að vita hvað gerist á morgun.

Annað með Max. Lisa og Summer eru að reyna koma Max og mömmu Lísu saman. Það er ekki að takast vegna þess að Boyd hótaði Lísu að hann myndi dífa henni ofan í klósettið.
En það var mál sem er búið. Lísa og Summer voru óvinkonur, en eru bestu vinkonur núna.

Lyn er (held ég) læknuð af fæðingarþunglyndinu. Eða þegar þau voru að halda aðra skírnaveislu þá fann hún tilfinningu.
Sem er mjög gott. En allt í þeirr i fjölskyldu snýst núna um Steph og krabbameinið.

Sky og Boyd eru saman eins og flestir ættu að vita. Ég segi bara loksins.
En hún er að reyna fá Boyd til að klæðast eins og hún. Hún fékk hann til að fara í gamla skyrtur af Harold.
Sonur Harolds er að koma í heimsókn með fjölskylduna sína og þau munu vera eitthvað lengi í þáttunum býst ég við. Alltaf gaman að fá nýtt fólk.

..Nema þegar nýja fólkið er Izzy, systir Max. SEm er greinilega líka komin til að vera því hún vinnur með Harold á kaffistofunni.
Susan og Izzy hafa ekki verið bestu vinkonur frá því að hún kom fyrst. Izzy er með einhverjar planir með Karl held ég.
Hann sleppti við að fara á ráðstefnu og var frekar að búa til konfekt með henni. Susan sagði við Izzy að hún vissi alveg hvað hún væri að gera og Izzy gæti ekki heillað hana eins og alla aðra.
Sky hefur líka sínar efasemdir hef ég tekið eftir, vona það.

Connur og Stu eru loksins hættir með hippastelpunum. Eða reyndar hætti hippastelpan með Stu.
Stu er samt byrjaður að fara á einhvað námskeið eða eitthvað um lífið.
Toadie (?) er kominn í fasta vinnu hjá Rocco sem er ítalskur mafíósi.
Það eru allir skíthærddir við hann, meira að segja Lou eftir að hann reyndi að skila kaffivél sem hann keypti af Rocco. Gaman að sjá hvernig það fer..

Libby er flutt til Abigdail (ekki að kunna skrifa nafnið..) Þannig að það verður lítið um hana í næstu þáttum.

Held að það sé ekkert fleira. Og gaman væri ef fólk færi að skrifa eitthvað inn á þetta áhugamál sem hefur verið dautt síðasta mánuðinn.
Takk fyrir mig.

-Sóley