One Tree Hill One Tree Hill fjallar um hálfbræðurna Lucas og Nathan Scott. Báðir eru þeir mjög góðir í körfubolta, hæfileika sem þeir fengu báðir frá föður sínum, Dan Scott, sem var aðalstjarna körfuboltaliðs miðskólans í One Tree Hill, Ravens, þegar hann var nemandi þar. Hann gerði kærustu sína, Karen Roe ófríska á lokaári þeirra, en þegar hún sagði honum frá þunguninni stakk hann af í háskóla, þar sem hann hafði fengið, ef mig minnir rétt fullan styrk útá körfuboltahæfileika sína. Karen sat eftir í One Tree Hill, þar sem hún eignaðist son sem hún nefndi Lucas.(ég gæti kallað hann Luke einhverntíman, bara svo að það rugli engann) En eldri bróðir Dans, Keith, hjálpaði Karen og gekk drengnum nokkurnvegin í föðurstað. Hann rekur bílaverkstæði í bænum. Dan fór í háskóla, kynntist stúlku sem heitir Debora, og þremur mánuðum eftir að Lucas fæddist fæddi Debora son, sem þau skírðu Nathan. Dan giftist Deboru, og með ,,hjálp” (peningum) frá pabba hennar opnaði hann bílasölu í One Tree Hill.

Þeir bræður Lucas og Nathan ólust upp við ólíkar aðstæður, Nathan átti allt til alls, peninga, vinsældir og hæfileika föður síns hvað körfuboltann snertir. En það að eiga Dan sem pabba var ekki auðvelt fyrir Nathan, hann reyndi eins og hann gat að þóknast honum, en það var eins og ekkert væri nógu gott fyrir Dan kallinn.

Lucas hinsvegar ólst upp við lakari kjör, mamma hans rak kaffihús í bænum, en það skilaði ekki miklum hagnaði. Hann spilaði körfubolta við vini sína, og var mjög góður, eins og faðir hans.

Þættirnir byrja á því að við sjáum að Nathan, eins og ég minntist á áðan, á allt til alls, er bestur í körfuboltaliðinu, kærastan hans er klappstýra, en samt ekki hin hefðbunda klappstýrutýpa sem maður á að venjast úr mörgu öðru amerísku sjónvarpsefni. Lucas er bara að spila körfubolta við vini sína, þanngað til þjálfari körfuboltaliðs One Tree Hill High, Whitey, sér hann spila eftir að Keith segir honum hvað hann sé góður. Hann bíður honum stöðu í liðinu, sem hafði opnast eftir að margir leikmenn liðsins höfðu verið reknir eftir að þeir (reyndar var það aðalega Nathan, en hann slapp útaf hótunum frá Dan) keyrðu fullir eftir leik og voru næstum dánir. Það að Lucas er kominn í liðið gerir Nathan reiðann, og hann ætlar sér að flæma hann úr liðinu. Þegar það gengur ekki alveg nógu vel setur Nathan í gang varaáætlun sína.

Þar kemur besta vinkona Lucasar inní málið. Hún heitir Hailey, og hjálpar þeim krökkum í skólanum með lærdóminn sem þurfa þess. Hún og Lucas hafa verið vinir allt frá barnæsku. Nathan fær hana til að kenna sér eftir skóla, því að hann er ekki jafn góður hvað námið varðar eins og hann er góður í körfubolta. Hún neytar í fyrstu, vill ekki gera það afþví að hún er nú besta vinkona Lucasar. En eftir að hann lofar að láta hann í friði ef hún hjálpar honum samþykkir hún það. En það sem hún veit ekki er að hann ætlaði, allavegana í fyrstu, að nota hana einhvernvegin gegn Lucas. En svo verður hún skotinn í honum, Luke er ekki ánægður með það, hann, ásamt mörgum fleiri, meðal annars Peyton, núna fyrverandi kærasta Nathans. Hún hætti með honum eftir að hún sér að hann hugsar ekki um neitt annað en körfuboltann. Eftir nokkuð erfiða byrjun enduðu þau loksins á því að sjást saman í fyrsta skipti opinberlega (sem er mjög big deal) í seinasta þætti.

Lucas verður hrifinn af Peyton, þá kærustu Nathans, en er ekki að gera mikið úr því strax, en verður fljótt betri vinur hennar en Nathan. Á meðan er Brooke, besta vinkona Peyton líka hrifinn af Lucas, og reynir hvað hún getur til að ná í hann, án árangurs. En núna í seinasta þætti (21.7) komst Lucas framhjá ,,grímunni” eða ímyndinni sem allir aðrir hafa um hana, aðallega að hún sé alger hóra. Og núna er hann hrifinn af þeim báðum…Endalaus vandamál….

Já, þetta er svona það helsta sem hefur gerst fyrir aðalpersónurnar fimm.
- MariaKr.