Vikan - Nágrannar Hæhæ.
Enn og aftur er ég að skrifa hérna grein um nágranna…

Ég vildi bara skrifa hérna fyrir þá sem missa af, ég veit hve leiðinlegt það er að missa af og ekki fá nein svör eða neitt =)

En í þessari viku hefur margt gerst, og ef ég tel upp það helsta þá er það fyrsta sem mér dettur í hug –>

Libby fór til afa síns (pabba Karls) til að losna undan stressi sem fylgdi sögunum um hana og Taj (sem eru reyndar sannar og Daniel og Boyd heyrðu þau tala saman (libby og Taj) og dreyfðu sögunum). Susan varð alveg brjáluð og ég er komin með frekar mikið ógeð af henni… =/ Eitthvað voðalega spes. Hún vill ekki fyrirgefa libby fyrir þetta og segir að hún sé alveg eins og pabbi sinn (Karl), eins og þið munið ef til vill eftir þá hélt hann framhjá Susan með Söru sem var ritari hjá honum… Sem mér finnst alls ekki rétt hjá henni og mér sýndist Karl hafa sagt eitthvað við hana í dag og vona að hún hafi tekið það til sín, sem mér sýndist líka, og fari að fyrirgefa Libby.. Þetta er orðið einum of!

Það er komin ný persóna inn í þættina, Sky. Hún er dóttir Kellys sem er dóttir Harolds, Kally dó fyrir löngu og pabbi Skys (Joe Mangel) hefur verið að ala hana upp. Summer líkar ekki við hana og segir að hún sé ‘frík’. En Boyd er sýnist mér orðinn hrifinn af henni… Gaman að sjá hvernig það fer.
En Harold ásakaði hana fyrir að nota dóp, hann og Lou voru að skoða töskuna hennar og hún sá það, en ákvað að fyrirgefa þeim það. Svo þegar hann vildi vita um hana alltaf og ákvað að setja einhverjar reglur þá snappaðist hún og fór. En Harold náði henni á rútistöðinni og hún ákvað að prufa að reyna að vera hjá honum lengur. Sem verður mjög gaman að fylgjast með.

En svo er Summer byrjuð í reiðskólanum, og hún vildi endilega að Steph kæmi að horfa á sig, en Steph var búin að panta tíma hjá læknirnum (Karl) vegna brjóstverka sem hún var með og gat þess vegna ekki komið og Summer er eitthvað fúl út í hana vegna þess. Steph er komin í vinnu á verkstæðið hjá Stuart og er voðalega happy út af því. Og af þeirri fjölskyldu er held ég ekki neitt fleira…

Svo auðvitað er mikið um lát Dee. Og núna standa málin þannig að Tim lét Toadie hætta að vinna á meðan hann væri enn að jafna sig. Og löggan kom og sagði að bílinn hefði verið óökufær, þannig að Toadie kennir Stuart um og henti honum út. Sem mér finnst allrangt af honum. Annars er ekkert meira komið um það mál.

Lyn er komin á steypirinn og ég býst við að í næstu þáttum mun hún eiga barnið. Joe hugsar varla um neitt annað en matreiðslunámskeiðið sem hann er í. Og þeir Karl eru alltaf að rífast í þesstum tímum, meira fatta ég ekki um þetta mál. En þau skötuhjúin eru í fríi síðustu dagana áður en barnið fæðist þannig að Jack og Núna hafa húsið undir sig…

En málið með Jack og Nínu er þannig að Nína sagði honum að hún væri óreynd og hann skildi hana alveg. Hún fór að syngja í einhverjum öðrum bæ eða eitthvað og Jack kom auðvitað með henni. En þar kynntist hann Edwinu eða hvernig sem maður skrifar nafnið hennar, og hún er eitthvað voðalega ástfangin af Jack og reynir að gera allt til að fá hann…
Jack sagði Edwinu (eða eitthvað) mailið sitt og núna er hún alltaf að senda honum mail og sagði síðan í þættinum í dag að hún ætlaði að koma honum á óvart. Svo birtist hún á fótboltaleiknum, sem keppinautur Jacks. Taj tók eftir því hve hún káfaði á Jack á meðan hún var að dekka hann og allt eitthvað þannig… Svo laug Jack að hún væri systir einhverns Johns sem er ekki til… Hlakka til að sjá hvernig þetta fer!

En svona er þetta það helsta, og endilega farið að koma með eitthvað =)
Takk fyrir mig,
-Sóley