Daginn, Núna er komið að persónunum Summer, Luke, Anna og Oliver - þetta verður í eins uppsetningu og fyrri greinin. Ég vil minna ykkur á að þetta fer allt <a href="http://www.hugi.is/sapur/bigboxes.php?box_id=719 51#personur">hingað</a> inn.

Summer Roberts (Rachel Bilson)

Summer er besta vinkona Marissu og slútta nr. 1 í Newport. Það þekkja hana allir en þó eru fáir sem þola hana. Summer notar líkama sinn til að fá sitt fram og auðvitað fær hún sitt alltaf fram - Hún segir ávallt hvað hún hugsar og sér aldrei eftir neinu. Summer er dekruð pabbastelpa og hefur verið það alveg síðan foreldrar hennar skildu. Summer hefur verið draumadís Seth's síðan þau voru í barnaskóla og hann er loksins byrjaður að ‘banga’ hana.

Luke Ward (Chris Carmack)

Luke er fyrrvr. kærasti Marissu og fyrrvr. konungur Newport. Líf hans hefur verið skrítið síðan hann komst að því að pabbi hans hafi verið í langan tíma að ‘banga’ starfsfélaga sinn. Fyrir nokkru síðan hélt Luke framhjá Marissu og sefur núna með móður hennar - skemmtilegur gaur þar á ferð. Hann hefur nú samt skánað með tímanum og hefur hengið með Ryan, Seth og co. undarfarnar vikur. Hann er þessi ‘djokkí’ sem er skítsama um alla og sefur hjá hverjum sem er - hann hefur nú samt breyst heilmikið síðan hann komst að því að faðir hans er snar-snúinn.

Anna Stern (Samaire Armstrong)

Anna er frá Pittsburgh í Pensilvaníu en býr nú í Newport. Anna kom yfir sumarið til O.C. en fór svo í siglingu til Tahíti. Hún er svo sannarlega utankomumaður og passar varla inn í þetta samfélag en hún hefur samt spjarað sig. Hún var með Seth um tíma, en hann sýndi Summer meiri áhuga en Önnu og hún sagði honum upp. Anna er alveg ótrúlega vel gefin stúlka og mun sennilega koma eitthvað meira við sögu í þessum þáttum.

Oliver Trask (Taylor Handley)

Eina persónan í The O.C. sem mér er virkilega illa við. Þoli þennan gaur ekki, hann er svo ýktur eitthvað - og það er ekki leikaranum að kenna, heldur handritshöfundum. Þessi drengur kemur inn í þættina sem þessi ‘fíni’ strákur sem er SAMT hjá sálfræðing. Síðan sjáum við að hann kaupir eiturlyf og við grunum hann um að ljúga um tilvist kærustu sinnar - en síðan er hann strax orðinn eiturlyfjasjúklingur sem lemur sjálfan sig sér til kátínu og reynir að ræna kærustunum frá fólki. Þoli þessa persónu ekki. En allavega, þá kom Oliver inn í þættina sem vinur Marissu en fór útúr seríunni sem sambandsspillir.

Í næstu grein af .. PERSÓNURNAR ÚR THE O.C.;

Fjallað verður um Kirsten, Sandy, Julie og Jimmy - ekki missa af því.

Kveðja,
Hrannar Már.