Persónurnar úr The O.C. 1/3 Daginn,

Ég hef ætlað að gera þetta lengi, en vegna samræmdu prófana frestaði ég þessu. Ég skrifaði inn þrjár persónur - í næstu viku skrifa ég um þrjár og svo í þær næstu viku um fjórar persónur. Þetta fer svo allt <a href="http://www.hugi.is/sapur/bigboxes.php?box_id=719 51#personur">hingað</a>, svo endilega fylgist með.


Persónurnar úr The O.C.

1. Ryan Atwood (Benjamin McKenzie)

Ryan er hápunktur og miðja þáttarins - þó svo aðrar persónur lendi líka í einhverjum ævintýrum. Ryan bjó í einhverju krummaskuði og Sandy, heimilisfaðirinn, kom með hann heim til Newport Beach. Í byrjun var hann feiminn og óreyndur lífi ríkafólksins - en hann var ekki lengi að eignast vini, og þar ber hæst að nefna Seth Cohen. Marissa var á þeim tíma í sambandi með Luke, en hún fór í algjört rugl og Luke hélt framhjá henni - þá fór hún og Ryan að vera saman. Luke og Ryan voru mestu óvinir á þeim tíma, en þeir byrjuðu að hanga saman rétt eftir að Luke uppgötaði að faðir hans var samkynhneigður. Luke reyndist vera mjög fínn gaur, og eru þeir vinir í dag. Þess má einnig geta að göturotta að nafni Oliver kom inn í þættina og varð ‘besti’ vinur Marissu. Hann splundraði sambandi þeirra Ryan og blekkti alla - dró þá á asnaeyrunum.

2. Seth Cohen (Adam Brody)

Flestar gelgjur á Íslandi, sem hafa aðgang að sjónvarpi og Skjáeinum, horfa á Seth - eða Adam - og hugsa ‘ómægöss hvað hann er ógó sætur’. Þessi persóna er reyndar sú skemmtilegasta að mínu mati, þó Seth hafi nú reyndar breyst undarfarna þætti. Það sem mér finnst skemmtilegast við hann er hvað hann er kaldhæðinn - en hann hefur, eins og ég sagði áðan, breyst virkilega. Hann byrjaði þættina sem þekki týpíski ‘lúði’. En síðan byrjaði hann með Önnu - Summer fór að hrífast að honum og allt í einu varð hann allt í einu ‘svali’ strákurinn. Anna hætti með honum, vegna þess að hann hugsaði bara um Summer, og þá fór hann og ‘bangaði’ Summer. Seth er einkabarn Sandy og Kirsten.

3. Marissa Cooper (Mischa Barton)

Marissa er dóttir Jimmy og Julie Cooper og hefur hún búið allt sitt líf við hliðina á Cohen fjölskyldunni. Marissa hefur ætíð verið ‘vinsæla’ stelpan í skólanum, eða allavega ein af þeim vinsælu, og er hún besta vinkona Summer. Marissa kynntist Ryan þegar hann var nýfluttur til Newport og urðu þau fljótlega góðir vinir eins og áður hefur komið fram. Fljótlega í þáttaröðinni tók hún of stóran skammt af pillum og var lögð inn á sjúkrahús. Hún er víst mjög ákveðin og á í erfiðum tímum; skilnaði foreldra sinna, faðir hennar gjaldþrota, hún þolir ekki móður sína - svona svo eitthvað sé nú nefnt. Marissa var send til sálfræðings, og þar kynntist hún göturottunni Oliver. Þau byrjuðu að hanga eitthvað saman og urðu betri og betri vinir - enda leit hann frekar vel út frá hennar augum séð, þó svo að Ryan hafi allan tímann vitað hver þessi gaur var. Hann síðan dró fram byssu og ætlaði að fremja sjálfsvíg fyrir framan hana, en öryggisverðirnir komu inn í tæka tíð og handtóku hann.

Í næstu grein af .. PERSÓNURNAR ÚR THE O.C.;

Fjallað verður um Summer, Önnu og Luke - ekki missa af því.

Kveðja,
Hrannar Már.