Þessir þættir eru hrein snilld! Fyrsti þáttur sem ég hef bara gjörsamlega dottið inní á fyrstu 5 mínútunum. Persónulega er Seth í miklu uppáhaldi hjá mér, gjörsamlega dýrka hann. Hvernig hann svarar og kemur sér í vandræði hehe..

Ryan Atwood : Ryan Atwood er vandræðaunglingur sem reynir hvað hann getur að snúa sér á rétta braut í lífinu. Hann er ekki þessi “ríkisbubbastrákur” eins og svo margir í bænum, hann veit hvernig harði heimurinn er! Hann er eiginilega svona miðpunktur þáttanna. Sjálf held ég ekkert svo mikið upp á hann, en auðvitað væru þættirnir ekki eins skemmtilegir ef hann væri ekki :)

Marissa Cooper : Hún var þessi vinsæla stelpa áður en margt fór að gerast, þá “sverti það orðpor hennar” lítið eitt, ef maður getur komist svo að orði.Hún hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Mamma hennar og pabbi eru skilin, allavegana að borði og sæng. Luke, fyrrverandi kærasti hennar “hélt framhjá henni” (þó það samband sé nú að lagast), hún tók of stóran skammt af lyfjum og dó næstum því. Stundum finnst mér hún of ýktur karakter, kanski er það leikkonana, kanski á hún að vera svona. En eins og með Ryan, auðvitað væri þátturinn ekki til án hennar hehe..

Summer Roberts : Summer er þessi vinsæla stelpa sem lætur mikið fyrir sér fara í félagslífinu. Hún vill ekki vera að hanga með eitthverjum aulum, en samt fellur hún fyrir Seth Cohen sem hefur verið hrifin af henni síðan ég veit ekki hvenær. Hún lætur soldið mikið ganga á eftir sér og verður ekki beint ánægð ef hún fær ekki það sem hún vill! Hún er besta vinkona Marissu og hafa þær gengið í gegnum þykkt og þunnt saman.

Anna Stern : Anna er þessi sæta, gáfaða, skemmtilega stelpa, sem lendir í þeirri “gildru” að verða hrifin af Seth, (sem auðvitað er hrifin af Summer) sem bara lítur á hana sem vinkonu. Mér finnst persónulega að hann eigi að velja hana, því hver veit hvað Summer kæri sig um hann lengi þegar hún hefur fengið það sem hún vill! Cool stelpa sem kann að svara fyrir sig (hehe mín fyrirmynd :)

Seth Cohen : Frábærlega skemmtilegur karakter. Hann er þessi sem segir allt það fyndna, kemur sér í skemmtilega fyndin vandræði, og er þessi fyndni lúði skólans! Sjálfri finnst mér hann vera það skemmtilega við þáttinn. Hann er svona pínu feiminn, og getur verið “félagslega vandræðalegur”. En eins og ég segi, hann er persónan að mínu mati sem gefur þáttunum lit :D


Vonandi fannst ykkur þetta skemmtilegir punktar um hvern einstakling og mín skoðun á viðkomandi :D Endilega segið ykkar skoðun, en vinsamlegast verið ekki með eitthvað skítkast út í greinia…
Takk fyrir :D