Jæja, það var nú frekar leiðinlegt og óspennandi í gær en þó gerðist eitt og annað sem dyggir aðdáendur þurfa að fá að vita:)

Vitinn
Nick reynir að vara Mindy við Mac, en hún neitar að hlusta og líkir þessu við það þegar að hún var að vara hann við Eve… langsótt, en þetta er týpísk Melinda… Nick er nú ekki alveg að kaupa samanburðinn en það breytir engu fyrir hana Mindy, hún stendur föst á sínu og nú skal þess hefnt þegar að Nick kaus að trúa Eve fram yfir hana… en var svo erfitt fyrir hana að kyngja því? Hún hafði leynt hann MIKILVÆGUM upplýsingum um uppruna sinn og því vissi hann að henni var trúandi til að ljúga til að fá sínu framgengt en fram að þessu hafði þess ekki orðið vart hjá Eve… hins vegar hefur Nick ekki lagt það í vana sinn að ljúga að Mindy (nema ef til vill um sínar sönnu tilfinningar, en hann lýgur nú einnig að sjálfum sér hvað viðkemur þeim svo ekki að furða að hann ljúgi að henni um þær!) og því ef til vill klókara að taka hann trúanlegan en einhvern gaur sem hún þekkir sama og ekki neitt… það er þó ekki við því að búast að Mindy sýni mikil hyggindi… lets face it hún er leiðinleg og vitlaus! (sorry Mindy aðdáendur en þetta er mín grein og ég segi það sem ég vil!).

Löggustöðin
Kat heldur áfram að rekja flóttasögu sína, þessi “sanna” saga angar þó af ósannindum og sýnir það að Kat er ekki góður lygari… gott að vita að það er eitthvað heiðvirt fólk í Springfield:)… henni tekst ekki, frekar en fyrri daginn, að selja AC og Harley þessar sögur sínar. Hún er þó ósátt, segir að henni finnist að komið sé fram við sig eins og glæpamann og lygara… hvað meinar hún? Það er nákvæmlega það sem hún er! af háskólastúdent að vera er hún óttalega mikill kjáni stundum:)

Spaulding setrið
Jenna er alveg að flippa yfir því að Roger sé með Holly (sem hann nottla er ekki)…og er í óða önn við að henda drasli hans út og aflýsa brúðkaupinu…hún ákveður þó að fara og athuga með þau og heldur að heimili Holly…

Bar
Gilly og Roger ræða málin á einhverjum bar…Gilly segir honum að hann hafi ekkert til að hóta henni með lengur og segir að það, og sú staðreynd að hún sakni starfsins og vilji rétta hlut bróður síns í fréttunum, sé ástæða þess að hún vilji koma aftur…Roger ákveður að taka boðinu, enda hefur hann í nógu að snúast með Jennu og Spaulding…AM er að vonum glaður að heyra málalok og segir að ef hún haldi það út hjá Roger nógu lengi til að hann og allir aðrir “hatendur” Rogers nái að knésetja hann þá muni hún eignast spaulding helminginn í WSPR…henni líst vel á það og auðséð að hún mun gera sitt allra allra besta til að hjálpa þeim við að koma Roger af stalli:)…AM lýsir aðdáun sinni á því hve hugrökk Gilly var að viðurkenna eftir allan þennan tíma að hún varð manninum að bana…hann segist ekki skilja hvernig hún gat það og segist aldrei munu geta viðurkennt það fyrir nokkurum manni að hann átti í raun sök á því að maður dó næstum eitt sinn (ég er ekki alveg sátt við þetta, já maðurinn sem vann ódæðið var á launaskrá hans, en hann vissi ekkert um bombuna og um leið og hann komst að því þá hringdi hann í lögguna og lét vita…af hverju löggan sendi ekki sprengjusveit á staðinn er mér hulin ráðgáta, en af hverju að hafa sprengjusérfræðing á staðnum þegar þú átt AC-ofurlöggu?!…allavega ósátt við að það sé látið í veðri vaka að hann beri ábyrgðina, eitt að hann kenni sér um en fannst eins og það ætti að vera algjörlega réttmætt að henn gerði það…) Gilly bendir honum þó á að hann hafi verið að sýna sama hugrekki og hún, hann hafi verið að viðurkenna þátt sinn í þessu ódæði…þetta var sérstaklega skemmtilegt augnablik fyrir okkur AM-aðdáendur:)

Heimili Holly
Ed og Holly eiga þar spjall eins og þeim er einum lagið. Þau tala um gamla tíma og samband Holly við Roger…Þegar Jennu ber að eru þau á fullu að tala um Roger og ást hans á börnum sínum, að sjálfsögðu heyrir Jenna allt sem þau segja…Ed og Holly skilja sem vinir, hann ætlar ekki að láta það koma í veg fyrir vinskap þeirra að hún skildi hafa sofið hjá Roger…eins og gefur að skilja er hún guðs lifandi fegin:)

Aftur á Spaulding setrinu
Nú er Roger kominn heim og skilur ekkert í því hvers vegna verið er að pakka niður dótinu sínu…Jenna kemur rétt í tæka tíð til að koma með “cover story” sem hann gleypir við…hún er búinn að fyrirgefa honum, því nú veit hún að hann var ekki með Holly…en auk þess hefur hún fréttir að færa…hún vill ala honum barn! eitthvað segir mér að þetta eigi eftir að enda illa…!

Jessup-býlið
David og Hart eru að kútveltast og David kemst undan…hann kemst þó ekki lengra en að hlöðunni og þar kemur Hart höndum yfir haglara…David reynir að skýra fyrir honum málavöxtu og að þetta hafi verið slys…þegar lögguna ber að, sem er enginn annar en Joe Morrison!, þá er greinilegt að Hart er á báðum áttum um hvað skal gera…að kjafta eða ekki kjafta það er spurningin…ég held mig við það að sjá “góðu” hliðina á Hart og er viss um að hann mun ekki segja til hans…

Þá er bara að bíða og sjá hvað gerist í dag…