Jæja þessi var nú skárri en sá fyrri daginn:)

Matstofan, portið
Jahh! það verður ekki af Jennu og Buzz skafið. Hún byrjaði alveg hörð á því að hvorki peninga né bíl skildi hann fá EN hann endaði með ávísun upp á 25000 dali og bílinn sem tryggingu. Ekki datt mér í hug að hann myndi leggjast eins lágt og hann gerði, að hóta henni að skvíla í Roger frá sambandi þeirra. Það hefði nú verið skömminni skárra að höfða til samvisku hennar með því að segja frá ástandi barnsins. Ég er hrædd um að langur tími muni líða áður en Jenna gleymir þessum svikum…og því eflaust langt að bíða þess að þau nái saman (við leyfum okkur ekki að hugsa neitt annað en að það muni ske einn góðan veðurdag:)…

Eftir að Jenna fer þá kemur Nadine. Hún og Buzz tala um gamla tíma eins og þeim einum er lagið og maður hrekkur inn í einhvern “ohh, mikið eruð þið sætt par” fíling…svo maður spyr sig hvað mun gerast milli þeirra?

Spaulding setrið
Hart bíður Jennu og vandar henni ekki kveðjurnar (who can blame him?). Þau rífast eitthvað og Jenna segir að hún hafi bara gert honum greiða, hann hafi viljað losna við Roger og nú sé hann laus við hann. Hart er ekki ánægður og segir að einhvern daginn muni borðin snúast og hann muni hefna sín á henni, hún skuli bara bíða og sjá.

Jenna skammar hina frábæru þernu fyrir að hafa hleypt Hart inn. Í leiðinni tekur hún það skýrt fram að hvorki hann né Buzz Cooper séu auðfúsugestir á þessu heimili. Hún spyr hvar Roger sé og fær þær fréttir að hann hafi farið út með “konunni sem vann á sjónvarpsstöðinni”. Jenna leggur saman tvo og tvo og fær út fimm, hún er viss um að hann sé farinn að leika sama leikinn og áður og sé núna einhvers staðar með Holly, en svo er ekki í þetta skiptið því hann er jú með Gilly…

Löggustöð
AC og Harley grafast fyrir um ljóshærðu konuna á myndinni sem Nick er með. Við þá iðju sjá þau að búið er að eyða öllum gögnum síðan í vændismálinu (sem Gilly var hluti af). Nú fyrst eru þau farin að gruna Mac um græsku…

Kat kemur í fylgd pabba gamla og hyggst segja alla sólarsöguna…

Veitingastaður
Mindy og Mac eru að borða saman. Hann rekur raunasögu sína en maður fær nú á tilfinninguna að hann hafi skilið mikilvæg atriði eftir:) Hann kyssir svo Mindy, en hún er ekki ánægð. Finnur til smá samviskubits yfir að vera að kyssa einhvern annan en Nick…

Jessup-býlið
Hart nær í skottið á David, þeir eru að slást en alls óvíst samt að Hart viti við hvern hann er slást…spurningin bara hvað hann gerir þegar hann kemst að því? Ég held hann muni standa með honum en hver veit?