Kannski les þetta enginn EN ljósið er bara svo spennó núna að fyrir þá sem missa af þá gjörið þið svo vel!

Matstofan
Maður frá tryggingunum kemur að hitta Frank og Eleni og færir þeim þær sorgarfréttir að tryggingarnar munu ekki greiða sjúkrakostnað Marinu. Það eru einfaldar ástæður fyrir því, Marina var “pre-existent condition” (afsakið stafsetningu) við brúðkaupið og því munu tryggingarnar ekki ná yfir hana fyrr en eftir 2 ár! Þetta ætti að kenna Eleni að halda sig í brókunum í návist annarra manna þegar hún er gift:)
Upphófust því miklar umræður um hvar væri hægt að næla sér í peningana, Nadine bauð fram aðstoð sína en henni var fálega tekið. En ég þykist hafa séð ákveðinn svip á andliti Eleni sem sagði “ég veit hvar við getum fengið peningana, við förum bara til AM”…
Í einum básnum var rætt um annað en peningaleysi frankie og eleni, þar var rætt um peningleysi AC. En svo er mál með vexti að hann á aðeins næga peninga fyrir einu brúðkaupi og Harley vill endilega að þeir fari í að borga brúðkaup Julie! AC var nú ekki alveg á því, vill miklu fremur gifta sjálfan sig en systurina. Harley hlustaði ekkert á svoleiðis bull, sagðist vita að hann vildi þetta og því yrði þetta brúðargjöfin hennar til hans:) Henni var ekki snúið, jafnvel þó að AC benti henni á að það væri ekki hægt að gefa þá gjöf að FRESTA brúðkaupinu…

Speaks heimilið
Hamp reynir að koma Kat fyrir sjónir að henni sé fyrir bestu að tala við lögguna. Hún eigi ekki að vera að gera David neina greiða því hann sé augljóslega reiðubúinn til að láta hana rotna í fangelsi. Það gengur þó ekkert að tala um fyrir henni því að hún veit betur.
Gilly kemur í heimsókn og sér að Kat er komin heim, hún fær náðarsamlegast að tala við hana og spyr um David. Eins og gefur að skilja er Kat ekki par ánægð með stjúpuna sína og spyr hvernig hún hafi fengið það af sér að láta David dúsa í fangelsi fyrir brot sín. Gilly segir að hún sjái eftir því og hafi gert sitt besta til að koma í veg fyrir það, Kat er nú ekki alveg að kaupa það og telur upp allt það sem hún hefði getað gert þegar fólk vildi ekki hlusta…
Eftir að Gilly er farin koma AC og Harley á staðinn. Þau reyna aftur að tala við Kat sem staðfastlega neitar að rétta þeim hjálparhönd og bendir á að hún hafi margskýrt það út fyrir þeim að lát Vinnys hafi verið slys en enginn hafi trúað sér og hví ætti hún þá að segja þeim eitthvað núna?

Vinnustaður Mindy
Macauly er þar og vill að Mindy fari með sig til Hamps og Kat. Hann vill ólmur hjálpa þeim í samskiptum þeirra við lögin. Mindy verður við þessari bón hans en Hamp vill ekki sjá neina hjálp frá “vinum” Davids.

Heimili Macauly West
Nick brýst þar inn og er eitthvað að reyna að grafa upp óhróður um nýja vonbiðil Mindyar.

Spaulding setrið
Jenna er með kaupmála fyrir Roger að undirrita, hann er ekki af verri kantinum. Við giftinguna eignast Roger HELMING spaulding! Honum leist ekkert alltof vel á þetta og sagði að með svona kaupmáli þá væru þau að bjóða upp á tortryggni. Bæði utan að frá og svo frá hendi Jennu, óhjákvæmilega myndu koma tímar þegar hún myndi efast um að Roger hefði gifst henni vegna sín en ekki peninganna. Hann kom því með tillögu að endurbótum sem segja að ef hann skilur við hana þá muni hún fá hans helming til baka. Jennu leist vel á það en sagði að það yrði þá gagnkvæmt, svo ef hún skilur við hann þá mun hann eiga spaulding allt! Eftir þetta heldur Roger af stað til að láta Hart heyra það, Jenna reynir að koma í veg fyrir það en árangurslaust. Hún er nýbúinn að grafa upp númer Hart til að vara hann við þegar að Buzz birtist (væntanlega til að biðja um peningana fyrir aðgerð Marinu)

Jessup býlið
David stelur mogganum, Hart til lítillar ánægju. Það bjargar þó deginum þegar að Julie kemur í heimsókn. Hún vill láta stækka stofugluggann í nýja húsinu. Stuttu seinna kemur Dylan til að ræða gluggann og fara yfir teikningar.
Þegar Dylan og Julie búast til brottfarar ber að annan gest, hann er þó öllu viðskotaillri en þau skötuhjú…

Þegar þátturinn byrjaði var ég að farast úr spenningi, því nú myndu mætast stálin stinn en sem dyggur leiðarljósaðdáandi hefði ég mátt segja mér það að það yrði nú einhver bið í það…þátturinn var mjög nálægt því að vera búinn að drepa niður alla spennuna í mér en þó var allan tímann smá seiðingur til staðar sem aftur magnaðist upp í enda þáttarins…svo nú er bara hefja niðurtalningu og bíða spennt eftir að klukkan verði 17:05!