Já það gerðist margt í gær…

SVEITAKLÚBBURINN
Hart sagði Roger frá meintu framhjáhaldi Jennu, sem neitaði öllu, og kaus Roger að trúa unnustunni. Hart fór því í fússi.
Roger hélt samt áfram að ræða þessi mál við Jennu, “gæti hann ekki hafa séð eitthvað sakleysislegt og oftúlkað það?”, nei það var nú ekki um neitt slíkt að ræða. Roger var nú samt ekki alveg viss og hélt áfram að ýta. Til þess að losna við þrýstinginn greip Jenna til “sakleysislegrar” lygi (ef þetta var sannleikur þá veit ég ekki á hvað ég hef verið að horfa síðastliðna mánuði!) og sagði Roger að Hart væri bara fúll því að hann hefði þrábeðið hana um að fara í rúmið með sér en hún að sjálfsögðu staðfastlega neitað. Eins og gefur að skilja var Roger ekki par ánægður með þetta og ætlaði að elta soninn upp og láta hann finna fyrir því, en Jenna stöðvaði hann, “þú ætlar þó ekki að láta mig fara eina heim? Við vorum að trúlofa okkur!”. Roger lét segjast en ætlar svoleiðis að láta Hart gjalda þessa seinna…

JESSUP BÝLIÐ
Á sama tíma og allt þetta gekk á í sveitaklúbbnum þá áttu Blake og Hart smá innilegt systkinaspjall. Hún sagði honum að hafa ekki áhyggjur af þessu hjónabandi, því hvort sem Hart hefði séð það sem hann telur sig hafa séð eða ekki, þá er Roger ekkert búinn að vera nokkuð skárri. Veslings Hart sem ætlaði að veita föður sínum hjálparhönd því hann stóð í þeirri meiningu að þegar að Roger var að tala við hann um ástina einu þá hafi hann átt við Jennu en nú kemst hann að því að það var engin önnur en Holly. Svo nú standa málin þannig að þegar að Hart ætlaði að standa með og hjálpa Pabba gamla þá er litið á það sem svik. Blake sagðist skilja þetta, því hún stæði iðulega í þessum sömu sporum en það breytti þó engu um það að hún myndi ætíð vilja blessun og virðingu föðursins.
Á sama stað er David, eins og gefur að skilja, að farast úr áhyggjum af Kat sem á að vera löngu komin til baka.

Á VETTVANGI GLÆPSINS
Löggan kemur á staðinn og er það enginn annar en Joe Morrison. Hann ákveður að hinkra við til að athuga hvort að David muni ekki koma líka. Áður en það verður eru Harley og AC komin á staðinn og fara með Kat niður á stöð.

TURNAKLÚBBURINN
Mindy er úti að borða með Macauly West þegar að hringingin kemur til Hamps um að Kat sé fundin. Þau ákveða að halda niður á löggustöð ef Kat skyldi vanta lögfræðiaðstoð.

LÖGGUSTÖÐIN
Ryan lögreglustjóri er aldeilis ekki ánægður að sjá Mac og segist ekki vilja sjá óheiðarlegar löggur inn á sinni löggustöð. Kat þykist nú ekkert kannast við að hafa verið nokkurs staðar með David. Segist einfaldlega hafa strokið að heiman því að allir séu svo miklir hálfvitar! Þetta kaupir að sjálfsögðu enginn og AC tekur þá ákvörðun að halda því leyndu að Kat sé fundin til að freysta þess að svæla David úr felustað sínum.

VIÐ BAR SVEITAKLÚBBSINS
Ross og Holly ræðast við. Ross lætur hana heyra það og segir að hún hafi nú verið meiri hræsnarinn þegar hún var sem verst við hann og Blake eftir að þau tóku saman því að hún hafi gert Ed það sama þegar hún var að halda við Roger á bak við hann. Ross sagði henni líka hve feginn hann væri að hann hefði getað “hætt að vera ástfanginn af henni” því að annars hefði hann mátt þola það að hún svæfi hjá Roger meðan hún ætti að heita með honum. Hann sagði einnig að hann væri handviss um að hún hefði farið alla leið með honum Roger um árið í Acapulco hefði Ross ekki gripið inn í leikinn. Hann sagði henn líka að Blake myndi aldrei gera það sem hún hafði gert Ed (nú er verið að byggja upp andrúmsloftið áður en Ross mun komast að nóttinni sem Blake og AM eyddu saman þegar þau voru bæði down and low). Holly var að sjálfsögðu ekki ánægð með þessar skammir og bíður eflaust færis á að hefna sín (ég veðja á að hún eigi eftir að segja Ross frá þessum mistökum dóttur sinnar)

En þetta er svona sirka allt sem gerðist og njótið vel:)