Ég er nýbakaður stjórnandi hér og vildi í tilefni af því skrifa grein um daginn í dag og undarfarna daga. Ég vil einnig minna á “Spurningarkeppni Sápuáhugamálsins” sem er nýfarin af stað.


Harold og Ruby - Rosie brýtur trúnað.

Undarfarnar vikur hefur Ruby verið að læðupokast í kringum Harold og um daginn réð hún menn til að ræna heimili hans og fékk væga fúlgu fyrir dótið hans, sem hún notaði í fjárhættuspil. Rosie og Lou hafa grunað hana lengi og Ruby veit það. Einn daginn biður Harold Ruby að fara að kaupa græjur fyrir sig, því hans var stolið í ráninu, og Ruby gerir það. Hún fer í ódýra búð og kaupir græjur á afslætti á 750$ en Harold lætur hana hafa 1000$, hún notar afganginn í spilavíti og segir græjurnar hafa kostað 1000$, takið eftir að 1000. dalir eru u.þ.b. 100.000 kr. Rosie sér hana koma út af spilavítinu og leggur saman tvo og tvo. Nokkru seinna kemur Ruby til Rosie og talar við hana sem prest, og þ.a.l. má Rosie ekki segja neinum neitt, því hún er bundin trúnaði. Rosie hinsvegar brýtur þann trúnað eftir mikla íhugun og segir Harold allt. Hann trúir henni ekki, en þegar þau rífast kemur Ruby inn og sér þau. Hún fer í burtu og Rosie fer frá Harold. Hún fer niður á krá til Lou og þar hringir síminn hjá henni og er það biskupinn sem er í símanum að biðja hana um að hitta sig því að formleg kvörtun hefur borist. Ruby birtist hjá Harold og reynir að tala við hann, en Harold segir henni að fara og kveður hana. Hann talar svo við Lou um málið og Lou, sem var spilafíkill og talar af reynslu, segir Harold að hlusta á hana. Ruby birtist hjá Harold aftur og segir honum að hún ætli að segja lögreglunni frá því sem hún gerði. Hún segir sjá eftir þessu og vera að leita sér hjálpar, og ef hún hefðði leitað hjálpar fyrir ránið þá hefði Harold hjálpað henni. Harold segir henni að ef hún vilji hjálp, þá snúi hann ekki baki við henni og hann ætli að hjálpa henni. Harold er alltof góður maður. Harold segir Rosie og Lou að hann muni gleyma og fyrirgefa Ruby og þau hneyksla sig á því.


Karl og Susan - Karl hættir í áfenginu.

Um daginn fór Susan að gera sér grein fyrir því að Karl drekki of mikið með mat og á öðrum tímum. Hún spyr hann hvort hann geti ekki farið í 14 daga bindindi og hann segist geta það, en ekki vilja. Hún fær hann loks í það og hann byrjar í því og finnst það mjög eftir til að byrja með. Eftir nokkra daga segist hann vera betri maður, fer að skokka og verður glaður allan daginn og er Susan mjög ánægð með það. Það halda allir að hann sé hættur í víninu, en svo á leiðinni heim í þættinum í dag stoppar lögreglan hann og lætur hann blása í áfengismæli. Lögregluþjónninn segir honum að það hafi fundist áfengi í blóði hans og biður hann um að koma með sér. Það er því greinilegt að hann er að drekka á laun, og urðu Libby og Susan mjög reiðar. Kannski er þetta bara bull, þ.e. að kannski var þetta bara bilað tæki, en ég efast um það.


Jack - Nina - Taj - Lori

Jack og Nina eru orðin meira ástfangin af hvor öðru en síðast, en Nina vill ekki gera neitt því henni finnst Lori og Taj ekki eiga það skilið. Þau fara að hittast meira og meira og kyssast og því um líkt en Nina vill ekki ganga neitt lengra. Taj er farið að gruna eitthvað og spyr Jack hvort þau Nina séu eitthvað saman og um hvað þau tali þegar þau hittist. Jack segir honum að þau tali bara um hlutverkið í leikriti Harolds. Nina er greinilega áttavilt, en eitthvað segir mér að þau Jack byrji saman fljótlega. Fyrrvr. kærsta Taj er komin í bæinn og vill fá hann aftur. Ég reikna með að hún og Taj byrji aftur saman, þ.e.a.s. ef Nina og Jack byrja saman.

Takk fyrir mig,

Kv,
HrannarM.