sunnudagsþættirnir :o) Jæja núna í dag voru sýndir þeir þættir sem komu í vikunni, eins og vanalega :o) Ég ætla segja frá þeim svo að þeir sem misst hafa af geta fylgst með og til að vekja þetta áhugumál upp :o)

Jack og Nína. (Lori og Taj)
Jack var að fylgja Nínu heim eftir leikæfingu á kaffistofunni og þau sögðu ekkert á leiðinni, fyrr en þau voru komin fyrir framan húsið hennar Nínu (sem var að koma í fyrsta sinn í þáttunum, er það ekki rétt hjá mér?) Og þá kom þessi koss. Svo daginn eftir fór hann út að hlaupa og hljóp heim til hennar, ég misstu úr þar vegna þess að ég hljóp fram, hvað um það, þá kom Taj allavega og þá fór Jack, það var það eina sem að ég sá í þessu atriði. En svo þegar þau voru á leikæfingu hjá tjörninni og þau áttu að finna sér félaga og þau horfðu fyrst á hvort annað svo löbbuðu í burtu og fundu sig annan félaga. Þegar þau voru að ganga frá eftir æfinguna þá voru þau bara ein eftir og hann ætlaði að kyssa hana en hún sagði að það væri rangt. Á meðan talaði Lori við Taj og spurði hann hvort að honum þótti óþægilegt að þau myndu kyssast í leikritinu en hann sagði að það væri allt í lagi, og Lori finnst það líka.

Boyd, Daniel og Summer.
Boyd og Daniel (sem að býr næstum þarna núna!) héldu áfram með “fuglaskoðunina” sína og Summer komst að því og hótaði að segja Max frá því en Boyd náði að láta hana þegja og hótaði að hún mætti þá ekki hanga með þeim og hann myndi kjafta frá öllum litlu brellunum hennar og alltaf þegar hún skrópaði (hringir skólinn ekki í Max eða :/?) og hún lofaði að þegja. Shell var byrjuð að segja Lori og Connor frá því að hún væri alltaf að heyra eitthvað við baðherbergisgluggan, og ég er að bíða eftir því að þetta komist upp hjá þeim, fá smá spennu í þættina.

Libby og Stuart.
Karl og Susan sögðu Stuart að hann mætti ekki vera svona mikið með Libby því annars myndi hún verða of háð honum. Libby átti afmæli og Drew hefði pantað að láta gera eilífðarhring handa henni og Stuart náði í hann, en hann var ekki viss um hvort að hann ætti að gefa henni hringinn, en hann gerði það og hún var mjög ánægð með það. Allt í góðu þar.

Max og Steph.
Það er búið að draga þetta allt of langt! Þetta er orðið pínu þreytandi og allt of langdregið :/ Ætla þau ekki að fara viðurkenna að þau passa svo vel saman? En hann bauð henni í hádeigismat út af gaurinn sem að hún ætlaði að hitta komst ekki. (átti að vera blind stefnumót.) Og ætli ég hafi ekki misst af því líka, nema það hafi ekki verið sínt.

Connor og Shell.
Connor las í blaðinu að einhver írskur gaur hafi verið tekin og það var eitthvað sagt í blaðinu um að allir írar væru einhverneigin (man ekki orðið :/) og hann skrifaði bréf til að mótmæla þessi og Shell var mjög ánægð með það og sagði að þetta væri flott bréf. Svo töluðu þau um hvað hann ætlaði að gera ef að hann myndi ekki fá ferðaleyfið sitt framlengt og hann sagði mjög stuttur í spunann: “giftast þér ;)”. Mér sýndist Shell vera með einhvern svip sem ég get varla útskýrt í orðum :/.

Harold, Ruby (kann ekki að skrifa það) og Rosie.
Rosie hefur enn sínar efasemdir um Ruby og þegar Harold bað hana um að fara að kaupa hljómflutningstæki handa honum (lét hana fá 1000 dali) þá leist Rosie ekki á blikuna. Hún sá Ruby fyrir utan “gullnámuna” eins og það var þýtt. Ruby missti íbúðina sína (lygi ef þú spyrð mig) og fær núna að búa hjá Harold, Lou og Rosie eru sammála um hana og vita bæði að hún er svikari og lygari.
—————————————————– ————-

Jæja, ég man ekki eftir fleiru þannig að ég vil bara óska öllum hugurum gleðilegrs nýrs árs og vona að það verði sent meir af góðum nágranna greinum inná þetta afbragsgóða áhugumál :)


Kv. Sóley :o)