Nágrannar - esucxe Sæl, mér langar að skrifa aðeins um síðustu vikur. Það hefur margt skéð, og nokkrir nýjir komið inn í þáttinn.

-
Harold - Ruby og Lou.

Gömul vinkona Harold, Ruby, kemur til Harolds og segir honum frá syni sínum sem er við það að missa heimili sitt vegna skulda. Harold vill endilega hjálpa henni, og biður Rosie um hjálp. Kirkjan vil gefa Ruby og syni hennar smá aðstoð, en þegar Rosie fer að spyrjast fyrir um málið kemur í ljós að það er enginn með nafni sonar Ruby í bænum sem hann á víst að eiga heima í. Rosie nefnir þetta við Harold, en hann vill ekki trúa henni, en nefnir þetta við Ruby. Ruby segist þá hafa ruglast, og nær á einhvern hátt að koma sér útúr þessum vanda. Við áhorfendurnir komust svo að því að Ruby er ekkert annað en skítugur spilafíkill. Maður vissi reyndar alltaf að hún væri að ljúga, en ekki að hún væri spilafíkill, og hvað þá um framhaldið. Lou er laggður inn á sjúkrahús í framhaldinu og á víst ekki langt eftir, en Harold býðst til að gefa honum nýra (eða hvað sem það var sem honum vantaði) en Lou vildi ekki samþykkja það. Á endanum nær Karl að sannfæra Lou um að lífið sé góð gjöf, og það þýði ekkert að deyja á þennan hátt. Harold var laggður inn á sjúkrahúsið, og á meðan fer Ruby inn í hús Harolds, og hringir í einhvern mann sem kaupir þýfi. Þegar Ruby er að verðsetja dótið inn hjá Harold koma Rosie og Susan inn, Ruby skellir á, og segist vera með aukalyklana. Það er greinilegt að Rosie veit að Ruby er eitthvað að bralla. Núna í dag útskrifast Harold, kemur heim og þá er allt í rústi, búið að taka allt, meira segja túbuna hans.

-

Toadie og Dee - Darcy er klikkhaus

Toadie fer á þetta ættarmót, en Dee þarf að vinna. Dracy er greinilega orðinn hrifinn af Dee aftur, og býðst til að skutla henni á ættarmótið eina helgina, segist hvort sem er vera að fara til vinar síns. Auðvitað fer allt úrskeiðistm, og það viljandi. Bílinn bilar og tefjast þau lengi. Þau mæta síðan á vegamótel, þar sem bara eitt herbergi er laus. Og það er bara með einu rúmi. Þvílík heppni fyrir Darcy, en nei, hann þekkir þá víst móteleigandann og borgar honum 100dali fyrir þennan greiða.

-

Taj, Jack, Nina og Lori - Leiðinlegt fólk

Þetta er örugglega mesti “down point” Nágranna fyrr og síðar. Frá því að Jack kom er allt í kringum hann orðið leiðinlegt. Connor er sá eini sem heldur kúlinu, enda umgengst hann Jack lítið sem ekkert. Jack er með Lori, sem er af austurlenskum uppruna og Nina er með Taj, sem fer einstaklega mikið í taugarnar á mér, með sínar skökku tennur og leiðinlega rödd. Það er verið að setja upp leikrit, og Jack og Nina leika aðalhlutverkin. Jack er ekki lengur hrifinn af Lori, heldur Ninu, en vill ekki segja neinum frá því. Harold samdi þetta leikrit, og var það eldgamalt, þ.e.a.s. gamalt orðbragð og átti að gerast í gamladaga. En unglingarnir breyttu því í framtíðar ástasögu, Rosie og Harold eru alls ekki ánægð með það. Við fáum að sjá meira um þetta í næstu viku.

-

Libby og Chooka - Karl og Susan

Libby og Chooka eru greinilega orðin hrifin af hvor öðru, en það á eftir að koma meira í ljós með það. Þau eru búin að eyða miklum tíma saman undarfarið, t.d. í reiðtúrum og í lautarferðum.

Karl skrifaði meðmæla bréf handa Söru, og fékk í staðinn aldabyrgðir af gróðuráburði. Hef ekkert meira að segja um Karl og Susan.
-

Takk fyrir mig.

Kv,
HrannarM