Horfir enginn lengur? eða kannski bara greinar að bíða inngöngu? hver veit hver veit…

Þriðjudagur
New Orleans
nick fer að rífa sig út af útlitinu á eve. segir meðal annars að ef hann myndi vilja melindu þá myndi hann ekki sætta sig við eftirlíkingu. hún sagðist ekkert vera að líkja eftir henni, hefði aðeins viljað dressa sig upp og þá hefði hún náttla fengið annan lit á kolluna en sinn eigin (þetta var hárkolla, hún er ekki orðin alveg nógu sækó enn til að umbreytast í single white female:). þau halda áfram að rífast og eve strunsar burt.

Stuttu seinna hittast þau á hótelinu. þau reyna að ræða um hlutina og nick segir henni hve erfitt hann eigi með að trúa öllum þessum illvirkjum upp á mindy. Eve segir það alveg skiljanlegt og kannski sé þá einhver annar sem hafi gert þetta, það sé bara spurning hver…svo segir hún honum frá því að mindy sé farin að leita til geðlæknis og því sé allt á réttri braut. Þau virðast sátt, nick heldur því enn fram að það sé hún sem hann vill ekki mindy. Þegar nick skreppur frá fer Eve nú samt að hringja í mindy en skellir á þegar hún svarar.

Heima hjá Roger
Rex/Buzz kemur með hænu til jennu og sleppir henni lausri. hún er ekki ánægð og segir honum að fanga hana. hann gerir gott betur en það og eldar hana líka (eða svo heldur jenna). Þau fara svo út eftir matinn.
Hann virðist vera á góðri leið með að lokka hana frá Roger:)

Heima hjá frank og eleni
hve væmið getur það orðið? eleni sér rúmið sem frank var búin að kaupa og fer að reyna að eyðileggja rúmið sem hún hafði keypt. þegar frank kemur að henni fer hún að blaðra um að rúmið sé ekki nógu gott, það sé valt og að barnið muni detta úr því (sumir hefðu átt að tala meira um gildi sannleikans). frank segir að það sé bara vitleysa því ekkert sé að rúminu. hann fattar svo hvernig er í pottinn búið og þau taka niður nýja rúmið og setja upp það gamla.

Heima hjá AC
Sklijanlega er hann ekki ánægður þegar harley er stungin af. hann rífst í nadine…sem náttúrulega ber engan árangur:) svo fer hann að athuga hvort Frank og Eleni hafi séð hana. svo er ekki. frank fer þó með honum heim því að eleni segir honum að það sé augsýnilega eitthvað að og að AC þarfnist vinar…þegar þeir eru komnir heim, er AC við það að segja honum frá pabbanum en finnst það ekki vera sitt að segja.

Miðvikudagur
Reykbúlla
Rex og jenna eru að spila billiard. einhver kannast við taktana í Rex og segist þekkja hann. Rex neitar því, segir hann sé bara með eitt af þessum endlitum sem öllum finnist þeir þekkja. það er þó ekki málið því maðurinn man aldrei eftir andlitum en þekki taktana í fólki. Jenna neitar að láta málið niður falla sama hvernig hann reynir að koma sér undan svörum. Þetta endar þó allt í heitum kossi í dyrunum að íbúð Rogers:)´
Því miður kom roger ekki að þeim…hefði verið gaman að sjá upplitið á honum þegar hann sæji fram á að missa líka peningabudduna sína:)+

Heima hjá lewisonum
Eleni er í heimsókn hjá nadine að leita samþykkis hennar fyrir brúðkaupinu. nadine segir að hún gæti ekki verið ánægðari með makaval sonarins og biður hana afsökunar á því hve leiðinleg hún hefur verið við hana (eru börnin að draga fram það góða í fólki?).
Eleni kvartar og kveinar yfir því hve fjölskylda sín sé leiðinleg að vilja ekki sætta sig við það að hún sé að giftast í annað sinn og hafi skilið við eiginmanninn (ég get nú ekki séð hvers vegna fjölskydan á grikklandi ætti að fagna þeim fréttum, þau þekkja AM aðeins af góðu). Nadine segir að þau séu bara bjánar að halda svona í hefðina.

Í portinu fyrir utan dinerinn
AC segir frank frá því að pabbinn sé að öllum líkindum á lífi og hafi yfirgefið konu sína og börn. Frank er skiljanlega ekki ánægður og hugsar nadine þegjandi þörfina…(er samt eitthvað betra fyrir ungan strák að komast að því að pabbi vildi bara ekkert koma til baka til fjölskyldu sinnar…er það ekki svaka höfnun fyrir strákinn sem var búinn að taka pabba sinn í dýrlingatölu? þó að nadine hefði átt að vera búin að segja honum sannleikann, hann er nú löngu orðinn fullorðinn maðurinn!)

On the road
Harley er að keyra og ákveður að stoppa við síma til að hringja í AC. lendir á símsvaranum og skilur eftir væmin loforð og afsökunarbeiðnir.

heima hjá Ed
Ed er að ræða við michelle, öllu heldur eru þau eitthvað að kíta.
Allt þetta endar með því að Michelle er strokin að heiman (nema hún hafi farið út í búð án þess að láta vita:)…

Held ég sé ekki að gleyma neinu…það er þá alla vega ómerkilegt!
Annars er lítið spennó að gerast og ekki svo hræðilegt að missa af þáttum núna.
sérstaklega þegar ekkert sést af “krökkunum”…þau eru það besta núna:)