New Orleans:
Þátturinn byrjar þar að Nick og Eve eru komin þangað. Nick dreymir illa og tala um Mindy upp úr svefni. Hann vaknar svo og þau ræða um staðin, um tónlistina og matinn. Nick fer í sturtu og Eve tekur fram ljósmyndabrot af Mindy. Þau ákveða að fara út að borða en Eve þarf að fara að hitta einn á spítalanum Lækni sem hún þekkir, og svo hittast þau þar. Hann situr við borð og sé Eve koma inn setja á sig eyrnalokka og snýr sér við. Þá hefur hún keypt hárkollu sem líkist Mindy.

Hjá Harley og Mallet:
Þau eru að vakna og hafa það gott og notarlegt saman. Þau tala um hvað þau geta gert þegar hún og hann er fríi. Mallet vill fara í frí til Evrópu. Mallet vill fara til Key West því að hann á bát þar. Taka sér frí frá öllu. Mallet sýnir Harley bankabók sem hann er búin að safna inn á. Harley er ekki neitt hrifin af þessu. Þau tala saman og hún kemur með það að hún geti ekki farið núna en vill fara. Hann vill fara. Þau tala um pabba hennar og hún getur ekki farið frá þessu. Hann fer og verslar og síminn hringir:
Það er lögreglustjórinn í San José og lætur hana hafa upplýsingar úr tölvu að Frank Akinis a.k.a Buzz Cooper hefði átt að mæta fyrir rétt. En aldrei komið. Harley tekur bankabókina og fer til San José og Mallet kemur til baka þá er hún farinn.


Hjá Billy Lewis:
Nadine gengur um og Bridget kemur niður og býður góðan dag. Nadine segir að þetta sé hræðilegur dagur. Þökk sé Bridget, og afhverju á hún að þjást, þær rífast og hún biður Bridget að segja sér það að Peter er ekki barna barn Rogers. Nadine reynir að ná því upp úr Bridget en kemst ekki langt því að Billy j.r og s.r og Mindy koma inn.
H.B er búin að fá verðlaun sem “Fyrirmyndarborgari” Hart kemur inn og þakkar fyrir sig og ætlar að kveðja en Billy skipar honum að vera kyrr. H.B kemur og Nadine fær Bridget með inn í eldhús að klára tala um þetta. Dylan og Julie koma. Hann heilsar H.B og Julie dásamar Peter. Finnst hann ekki líkur Dylan. Dylan og Mindy tala saman og hún segir að þetta sé allt búið og hún getur ekki elskað mann sem veit ekki hver hún er. H.B talar svo við Mindy og þau ræða um mennina í hennar lífi, Roger og Nick. Hún segir að þetta sé búið. Hann ræðir betur við hana. Hann býður henni að þau 2 skulu fara upp í sumarbústað og gera ekki neitt. Julie heldur á Peter og Dylan og Hart er ekki vel til vina. Nadine spyr hvort Hart sé pabbi Peter's og hún svarar því játandi. Hart veit það ekki og Nadine segir henni að ekki segja honum það. Þær rífast og Billy kemur inn og segir að Bill j.r er svangur, hún segir að Mindy sé að elda. Bridget tekur Peter af Julie og Hart segir sitt fulla nafn. Peter Hart Jessup. Bridget ljómar þegar hún heyrir þetta. Dylan lítur á Julie. Bridget segir svo við Nadine að þetta sér tákn frá Guði.
Bridget ögrar Nadine með því að segja að Hart verði góður faðir.
Nadine vill að Bridget fari og þau mundu finna tíma til að hún geti heimsótt hann. Hún reitir Bridget upp til reiði. Hún segir líka að þetta var ekki svo sniðug hugmynd að Bridget hafi verið svona lengi hjá þeim. Hún segir að ef hún heldur að þó Hart viti að hann sé faðirinn þá að karlmenn fari bara. Bridget segir að hún fari EKKERT heldur verður kjurrt hjá syni sínum.


Cross Creek – Sumarbústaður:
Roger er að spjalla við Otis og lýgur til um nafn. Segir vera frá verðlaunanefndinni og er að fá nánari upplýsingar um H.B, og hversu mikið hann þekkir H.B og fjölskylduna. Otis segist að hann sé umsjónarmaður fyrir sumarbústaðinn. Hann byrjar svo að tala um Hart og Blake, og sína fjölskyldu. Roger og Otis eru enn að veiða og tala saman um Lewis. Hann spyr Otis hve lengi hann hefur þekkt H.B, fyrir lífstíð. Roger spyr hann hvort hann kannist eitthvað frá 1940 og þá segir Otis það að það sé prívatmál H.B.

HMMMM
Hvað er nú að gerast ?
Roger lýgur til um nafn.
Með þessum hárkollu kaupum sýnir það að Eve er veik á geði eins og gerðist í þættinum á föstudag, þegar Eve var að horfa á spóluna aftur og aftur og aftur, af Mindy og Nick