Þátturinn í dag snerist að miklu leyti um Michelle sem er að fara til Bandaríkjanna á morgun, og ætlar Flick að fara eftir 2 vikur og heimsækja hana, og vonast til að fá vinnu á Lassiters hótelinu þarna úti.
Connor vill fá smá næði með henni áður en hún fer, en það gengur ekkert mjög vel þar sem allir hinir vilja líka fá að vera með henni síðasta daginn fyrir ferðina. Það er skipulagður family dinner en Steph kemst ekki… þá allt í einu bankar Jack (sonur Scully hjónanna, sem er búinn að vera í Englandi að spila fótbolta) uppá, og verður uppi fótur og fit við það náttúrulega:)
Það er kannski ýmindun í mér, en er þetta nokkuð sami leikari og lék hann síðast þegar hann kom?
Um nóttina læðast svo Shell og Connor út og kveikja bál, og eiga rómantíska stund saman í almenningsgarðinum. Þau sofna svo óvart og koma ekki heim fyrr en daginn eftir en sem betur fer tók Joe ekki eftir því og gleypti held ég alveg við því að þau hefðu farið út í búð eldsnemma til að kaupa tannbursta og tannkrem… ;)
Chloe og Darcy eru hætt að fela samband sitt, og er Chloe búin að tala við börnin sín um þetta sem tóku þessu mjög illa að hennar sögn, grétu og ruku út út húsinu og eitthvað… Chloe fer og talar við John, “fyrrverandi” manninn sinn og hann vill að þau hætti við skilnaðinn, en hún áttar sig á endanum á því að hún elskar hann ekki lengur, þótt hún hafi haft efasemdir um þetta allt út af börnunum sínum.
Flick og Stuart leggja af stað í ferðalag í einhvern draugabæ sem Stu stack upp á. Einhvers staðar fengu þau húsbíl og Flick keyrir, en á leiðinni er hún að tala við Stu og gleymir að horfa á veginn, missir stjórn á bílnum og fer útaf, bíllinn stoppar vaggandi á einhverjum klettahamri og Stu segir Flick að færa sig varlega aftur í og fara út þar, en akkurat þegar hún stekkur út dettur bíllinn fram af, veltur nokkrum sinnum og lendir á tré…………… :S