Hjá Mallet og Harley:
Mallet er að fara í gegnum reikninga og Harley er að fara taka til kaffi og meðlæti. Frank og Elanie koma í heimsókn eftir utanlandsför. Hún er skilin við Alan Michael og er með Frank. Þau hafa gaman saman. Mindy kemur og biður Mallet um hjálp v/ “óhappsins” Þau fara og skoða þetta. Frank og Elanie biðja Harley um að vera guðmóðir barnsins þeirra.

Heima hjá Nick.
Eve er að berja klaka og lætur Nick hafa appelsínusafa. Þau eru bæði að fara út að vinna. Nick spyr hana hvort hann eigir að skutla henni á sjúkrahúsið en hún segir að hún fái far með Ed. Nick sér sárið á enninu og spyr Eve um þetta. Hún segir að þetta sé eftir Mindy þegar hún henti hnífapörunum.

Lewis – Oil:
Mindy kemur inn og tala við Vanessu um “óhappið” og biður um ráð. Vanessa rifjar upp um ást hennar á Nick og þess háttar, en Vanessa trúir Mindy því að hún mundi aldrei gera svona. Hún fer. Svo koma Alan Michael og Fletcher og vilja að Lewis-Oil ábyrgist lán og svo kemur Buzz og hún kynnir hann fyrir þeim. Svo er Buzz og Vanessa að hringja í viðskipta vini en síminn hans Buzz var ekki tengdur. Hann tengir hann og svo hringir í Jennu og skilur eftir skilaboð.

Hótel – Veitingastofa.
Buzz og Randi spjalla saman um það sem gerðist og hann vill að Randi hætti að tala um það að hún sé konan hans. Hann vill losna við hana og segir henni það. Því að þá geti hann unnið en geti það ekki þegar hún er þar.

Bílastæði – Tower
Mallet og Mindy koma og Mallet skoðar þetta, og segir Mindy hvað hann haldi, Svo kemur Nick og hann lætur Mindy fela sig og ræðir við Nick um þetta. Svo kemur Eve með tryggingamann og hann tekur myndir, og spyr hvort sé einhver lögreglumaður með þetta mál. En Nick segir nei og þeir láta málið niður falla. Þeir fara allir og Mallet kallar á Mindy og segir að þetta sé út sögunni en Mindy segir að það sé eitthvað meira sem Eve er að brugga.


Heima hjá Ed:
Ed og Michelle sitja saman og eru að fá sér morgunverð, og rabba saman. Eve kemur niður og spyr hvort hún fái far en hann segir að hann fari ekki í vinnuna í dag því Michelle er veik. Eve verður svo barnaleg. Ed sendir Michelle upp og hann fer að tala við Eve um öll mál, skýrslu, tölvumálið og fl.
Eve fer og Michelle kemur og þá er Ed búin að taka fram plötuspilara og gamlar plötur. Hann segir Michelle frá hvernig hann lærði að dansa fyrst. Og svo keypti mamma hans plötu handa honum Hvernig á að Dansa frá a-ö. Hann segir að það hafði verið bók með en núna kennir hann henni það. Svo koma Fletcher og Alan Michael og þeir dansa líka við hana og Ed horfir á og brosir. Endar svo með að þau feðgin dansa og Michelle brosir.
—–

Mikið var gaman að sjá bæði Ed og Michelle brosa og vera glöð. Tími til kominn.