Þegar Rosie Hoyland kom fyrst inn í þættina, þá voru margir Hugarar sem lýstu óánægju sinni með þann karakter, og þar á meðal var ég. Hún kom fyrir sem frekar óáhugaverð persóna sem alltaf vissi allt best. Maður óskaði þess heitast af öllu að hún yrði ekki í þáttunum lengi, og féll svo í nett þunglyndi þegar upp komst að kellingin verður áfram um ófyrirsjáanlega framtíð.

Það leið ekki á löngu áður en Rosie fór að gera sér dælt við bæði Harold og Lou. Það var eins og hún væri bara að draga þá á asnaeyrunum og sá sem skriði lengst fengi að fá hana. Sá “heppni” reyndist vera Lou. Harold varð auðvitað miður sín og hélt bara áfram að reyna við hana, en það olli vinslitum hans og Lou stuttu seinna.

Rosie hélt áfram sínu sambandi við Lou, þrátt fyrir vinslit hans við Harold (með herkjum þó) en samt var maður ekki frá því að hún væri enn að gefa Harold undir fótinn. Nú hefur það hins vegar komið í ljós að Rosie hefur tilfinningar til Harolds en ekki Lou og hún vill slíta sambandinu við Lou til að byrja með Harold.

Þetta er svo sem ekkert merkilegt í sjálfu sér nema fyrir utan það að Harold og Lou eru nýbúnir að sættast aftur og þessar fyrirhuguðu gjörðir hennar munu valda því að uppúr vinskap þeirra slítur aftur, og í þetta skiptið gæti það orðið blóðugt og varanlegt, þar sem að Lou er staðfastur á því að það sé Harold sem sé að reyna að ná Rosie frá honum.

Til að bæta gráu ofan á svart þá er Harold búinn að kynnast konu í gegnum stefnumótaþjónustu og virðist hann vera á góðri leið með að verða ástfanginn af henni.

Ég verð að viðurkenna að ég var nokkurn veginn búin að taka Rosie í sátt. Núna aftur á móti er ég jafn fúl útí hana og þegar hún kom fyrst í þættina. Mín tilgáta er sú að Rosie hafi ekki haft neinar spes tilfinningar til Harolds fyrr en hún sá að hann væri ekki lengur hrifinn af sér og ætlaði að leita á önnur mið. Hún ætlar að gera tilraun til þess að skemma vináttu Lous og Harolds enn eina ferðina, sem og að slíta Harold frá vinkonu sinni bara vegna sinnar eigin frekju…..

Ég held bara að konan sé á valdatrippi….
Hvað finnst ykkur?