Sæl verið þið!

Þannig er mál með vegsti að ég horfi á Footballers Wives og hef ekki misst af neinum þætti! En það er eitt sem gerist næstum alltaf þegar ég er að horfa á þennan þátt sem ég bíð eftir alla vikuna, það er að síminn stoppar ekki! Það hringja allir og allir senda SMS akkúrat á þessum tíma! Meira að segja var það miðvikudaginn fyrir 2 vikum síðan þegar þátturinn var bara að byrja þá hringir heimasíminn hjá ömmu minni (ég bý hjá henni þegar ég er í skóla) og viti menn þetta er til mín! Hver haldið þið að þetta hafi verið? Jú enginn annar en Galúp! Má ég spyrja þig nokkrar spurninga, tekur ekki langan tíma og allt þetta. Núna í þessari viku var hringt í GSM-símann minn fyrst var það vinkona mín og ég varð að segja henni að ég væri að fara að horfa á þáttinn. Þegar ég var ný búin að kveðja hana hringir síminn aftur og þá er það IBM með spurningarlista sem ég var spurð. Svo sendi mamma og vinkona mín mér SMS til skiptis.

Við erum að tala um að báða dagana var síminn búinn að vera mjög hljóður þar til klukkan hálf 10 þá fóru allir að hringja. Svo er það annað sem ég skil ekki alltaf í þessum könnunum, það er af hverju er alltaf spurt um hjúskapastöðu manns? Í þeirri fyrri var verið að spyrja mig um lífeyrissjóð en í þeirri seinni var verið að spyrja mig hvernig mér litist á Kringluna, Smáralindina og Laugarveiginn? Bara vel sagði ég, enda hef ég ekkert á móti þessum stöðum var aðalega á móti því að verið væri alltaf að hringja í mig á þessum tíma! Þetta fær mann samt til þess að hugsa hvað er næst? Kannski er þá verið að kanna hver er að horfa á Skjá Einn á Fólk með Sirrý eða hver er að horfa á RUV? En ég er sem sagt þessi stelpa sem er í skóla fer 10 sinnum á mánuði í Kringluna, 4 sinnum í Smálarindina, nota oftast handfrjálsann búnar undir stýri og er á lausu! Þið hafið örugglega lennt í þessum hringingum og alltaf skulu þær vera á þessum tíma þegar þú ert ekki að nenna að vera í símanum. Einu sinni var ég að passa og þetta var akkúrat á þeim tíma þar sem ég var að skenka ísinn handa börnunum. Hann var því miður orðin að sulli þegar Gallúp var búið að spyrja mig að öllu.

Lendið þið líka í þessu? Það er alltaf verið að hringja í mann þegar maður er að horfa á sjónvarpið! Ég meina þetta er ekki erfit að muna að klukkan 5 er Leiðarljós en þá vilja margir hringja. Svo ert alltaf sagt, ertu eitthvað fúl? Nei nei ég er ekkert fúl ég er bara að horfa á sjónvarpið og þú ert að trufla mig!

Svo er annað sem fólk gerir líka þegar maður er að horfa á sjónvarpið og það er að spyrja hvenær er þátturinn búinn? Er mikið eftir af honum? Ég segji vegnjulega ég veit það ekki? Ég veit nefnilega ekki hvenær þeir eru búnir en ég veit hvenær þeir byrja. Að mínu mati eru allir þeir þættir sem mér finnst skemmtilegir allt of stuttir og í sambandi við Footballers Wives þá finnst mér svidl að miðvikudagur er bara einu sinni í viku!

Þakka ykkur fyrir!
Silungur ;o)