Sælir Hugar :)

Núna ætla ég að breyta uppsetningunni svolítið og taka fram hvar viðkomandi hlutur gerist.

Þvi að þetta er svona hingað og þangað um þátinn en samt fléttast inn í sama stað.

T.d
(Sjónvarpstöð)
(Heima hjá Holly)
og svo framv.

Til að þið getið betur skilið söguþráð.

Ef þið viljið hafa þetta öðruvísi látið mig vita.

Leiðarljós 6/10

(Heima hjá Holly)
Roger er þar og talar við Holly, Michelle kemur fram og bregður að sjá hann og fer aftur inn í herbergi að horfa á video. Hann lýsir fyrir Holly að Hart hafi hótað að drepa hann en Hart sér ekki eigin illsku. Svo biður Roger Michelle afsökunar og þau sættast. Hann fer að tala um Maureen mömmu hennar og hvað hún hefur verið að gera mikið og gott fyrir hann þegar hún var á lífi. Michelle er leið útaf því að enginn vill tala við hana um dauða mömmu sinnar.

Svo kemur Ed og Roger fer og Ed verður tjúll yfir því að Roger væri þarna og segir Holly að passa sig á honum svo fara þau.

(TV-station)
Nick, Harley og Frank finna filmuna og hann lætur hana á spólu. Þau skoða hana og sjá Buzz og Frank 5 ára. Svo fer Nick.
F og H tala um pabba sinn og um nafngiftir þeirra, svo fer Frank og Harley verður eftir.

(Hesthús)
Julie og Hart tala saman og svo kyssir Hart hana, hún reyndi að sleppa en líkaði þetta og svo kemur Dylan og þau fara.
(The Towers - Veitingastaðurinn)
Ed situr á barnum og fær sér í glas og er að fara að drekka það þegar Eve kemur og þau ræða um vinnuna og fl.

Billy og Rex (Buzz) tala saman um vinnu og meðmæli og þess háttar. Mindy er búin að fá verkefni í að hanna kjól. Billy samþykkir tilboð frá Buzz um að hann vinni 2 vikur frítt og ef hann stendur sig ekki þá fer hann. Nick og Eve eru þarna en þau fara.
Vanessa kemur svo og nær tali af Billy og segir að hún sé búin að höfða stríð á hendur Spaulding.

(Spaulding)
Vanessa kemur inn og sækir persónulegu muni og Jenna er svo köld við hana en Vanessa hótar stríði við hana, hún geti tekið alla samninga með yfir til Lewis Oil. Svo í lokin sést Roger koma inn og þá segir Vanessa henni að þegar Roger starfaði þarna þá dró hann að sér fé og hún skuli passa sig. Svo er R og J að ræða um stríðsyfirlýsinguna.

THe END :)