Rosie var himinlifandi yfir því hvað fjáröflunin fyrir kirkjuna gengur vel, hún vill setja peningana inná banka en Lou taldi hana ofan af því og segir að þeir séu betur geymdir í fjárhirslunni sinni. Ég hef grun um að hann hafi einhverjar áætlanir um að fá þá lánaða því hann vildi alls ekki setja þá inn á banka.
Susan rankaði við sér úr rotinu (hún rann á mjólk sem hún hellti niður í gær) og sat eitthvað hálfskrítin á sófanum þegar Karl kom heim frekar áhyggjufullur og spurði af hverju hún hefði ekki komið á fjáröflunina á kránni. Karl hafði fengið bílinn hans Toadie lánaðan til að komast heim í flýti. Karl fór með hana á spítalann og lét gera einhverjar rannsóknir á Susan en allt virtist vera í lagi…
Steph fór á krána og sá þar Marc og ætlaði út aftur en Rosie stoppaði hana og bað hana að taka einn billjard leik. Svo fór hún að segja henni sögu af einhverju úri sem hún hafði fengið frá mömmu sinni fyrir löngu síðan og vinkona hennar hafði alltaf dáðst mikið að, einn daginn hvarf úrið og auðvitað vissi Rosie að það hafði verið vinkonan sem tók það, en sagði samt ekkert. Svo heyrði hún löngu seinna að þessi vinkona hennar eignaðist barn sem dó og átti ekki nægan pening til að jarðsetja það, þá kom vinkona þessarar vinkonu hennar og gaf henni úr sem hún seldi til að geta borgað jarðsetninguna. Þetta átti að sýna Steph að allt yrði betra og ýmislegt gæti komið í ljós ef hún bara talaði við Marc.
Toadie hitti Marc á kránni og Marc bauð honum vinnu, og Toadie þáði hana. Svo á fyrstu vaktinni hans mætti Steph á hótelið og ætlaði að tala við Marc, en mætti Toadie í anddyrinu og auðvitað var hann að deyja úr samviskubiti yfir að vera að vinna fyrir gaurinn sem kom svona illa fram við hana. En henni var alveg sama, hún vissi að Toadie sárvantaði vinnu. Hún og Marc fóru á krána til að ræða málin og hún spurði hann hvort hann hefði einhvern tíma elskað sig og hann hikaði, sem þýddi eigilega nei. Sagðist bara hafa verið að leita að “einhverju” og hélt að hún væri það.. Hún stóð upp og sagðist ekki ætla að vera neitt reið við hann, hann spurði hvort þau gætu verið vinir og hún sagði “don't push it” og labbaði út.
Karl fór í vinnuna og passaði mikið uppá að vekja Susan ekki en hún vaknaði síðan eitthvað um hádegi og var þá geðveikt skrítin, labbaði um húsið og skoðaði örbylgjuofninn og símann eins og hún hefði aldrei séð annað eins og labbaði svo út á náttfötunum þar sem h´n mætti Summer, sem spurði hvort hún væri á leiðinni í náttfatapartý og hvort hún hefði séð Boyd. En Susan horfði á hana eitt spurningamerki í framan og sagði “Boyd?” Summer fór beint til Steph sem kom út og hitti Susan sem sagði henni að koma ekki nálægt sér. Steph hringdi beint í Karl sem kom keyrandi og mætti Susan en hún sagði honum að koma ekki nálægt sér og hljóp í burtu! Karl byrjaði að hlaupa á eftir henni og þá var þátturinn búinn…. :)