Nýjasta viðbótin við Nágranna þessa dagana er séra Rosie Hoyland. Merkilegt nokk þá er hún meira að segja í introinu á þættinum þó svo að hún eigi ekki heima í Ramsay götu. Ég verð að mótmæla því fullum hálsi. Ekki nema að þetta þýði að hún muni flytja í götuna seinna meir. (Voða dularfullt ;)

Það er vægast hægt að segja að viðbrögð aðdáenda þáttanna hafi verið blendin gagnvart Rosie. Flestir virðast samt vera sammála um að þessi karakter sé ekki alveg í takt við söguþráðinn og að það sé hreinlega verið að pota henni inn sem uppfyllingarefni. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að Rosie á engan stað í Grönnum eins og er og fyrir það verður karakterinn hundleiðinlegur. Karakterinn er líka mjög ósannfærandi og ég er ekki enn búin að átta mig nákvæmlega á því hver tilgangurinn er með henni. Hún er eitthvað svo tilgangslaus vesalings kellingin. Jú jú, þótt hún kveiki í ellismellunum þá finnst mér það ekki nógu merkilegur tilgangur til að vera með í intróinu.

Hún býr ekki í götunni en kemur oft í heimsókn til Harolds og Lou. Þeir eru báðir hrifnir af henni en hún vill bara Lou og Harold er að farast úr abbóleika. Persónulega finnst mér svona eldriborgaratrekantar einkar óspennandi. Hvað með ykkur?

Svo er það auðvitað rúsínan í pylsuendanum að leikkonan sem fer með hlutverk Rosie er alveg með eindæmum slöpp. Reyndar fær hún ekki neitt sérstaklega djúsí bita til að túlka en fyrr má nú vera. Þetta kom sérstaklega vel í ljós um daginn þegar hún varð óvart dáleitt á barnum hjá Lou. Þessi leikframmistaða mun seint vinna til verðlauna og maður fékk dáldið á tilfinninguna að metnaðarleysi ríkti hjá framleiðendum þáttanna. Þetta er heldur mikið amatör miðað við að þátturinn er búinn að vera í loftinu síðan 1986.

Smá útúrdúr: Það fer að líða að hinum margfræga brúðkaupsþætti. Ætli að hann komi ekki í þessarri viku. Úfff þetta er orðið svo spennó!!!!!