ég horfði auðvitað líka í dag og ætla að reyna að rifja upp það helsta…

lou er alveg miður sín yfir því að hafa óvart kveikt í kirkjunni og rosie og harold reyndu að segja honum að þetta hafi bara verið slys en hann kennir sjálfum sér um.

flick veit ekkert hvað hún á að gera varðandi marc og hagar sér mjög undarlega. mamma hennar heldur að hún sé bara afbrýðisöm út í steph og er alveg pirruð á henni. flick er að spá í að fara til BNA með tad, en foreldrarnir eru ekki hrifnir af hugmyndinni…

mal fór aftur til london og tilkynnti foreldrum sínum að hann ætlaði í mál við cuppa diem og þau urðu ekki ánægð. hann bað þau líka um að leigja út húsið sitt. og hann sættist við harold áður en hann fór…

joe fannst stytturnar sem susan gaf öllum svo flottar að hann bauð henni í kaffi og varð geggjað fúll þegar hún gaf honum svona vibba gæru e-ð til að setja á stýrið á bílnum.

libby fór í gæsapartýhelgi með stelpunum og drew er heima með ben. hún bað mömmu sína um að hjálpa honum og greyjið drew fékk engan frið fyrir tengdó. ég skil ekki hvað er að þessu liði eins og pabbinn geti ekki hugsað um barnið sitt. hvað er fólk að meina? bara af því að hann hafi ekki brjóst eða leg þá bara geti hann ekki sinnt sínu eigin barni? fólk er nú fíbl…

en allavega þá man ég ekki meira, en það verður gaman að fylgjast með á morgun og sjá hvort flick tali við steph eða ekki….
“let's build more cars so we can drive away before we choke…”