Ég er ekki alveg viss um hvað ég á að kalla þessa grein en í
raun er þetta bara hugsun.

Það spyrja mig margir hvað er svona æðislegt við granna, og
ég hreinlega veit það ekki sjálf. Kannski að það sé vegna
þess hve allt er “eðlilegt”. Persónurnar eru bara venjulegt
living their live. Reyndar eru svoldlar sápuóperu senur eins og
þegar Elly fréttir að Karl sé pabbi hennar og enginn vissi, en
samt. En er ekki einhverjar sápuóperu senur í okkar eðlilega
lífi hvort eð er?

Ég hef reynt að horfa á aðrar sápur svo sem Sköllótt og
Fallegt (Bold and the Beautiful, íslensku þýðingin er bara
flottari) en það er allt svo rosalega ekki raunverulegt.

Ég hef verið að pæla mjög mikið í því afhverju í ósköpunum
horfi á Neighbours og hef ég komist að þeirri niðurstöðu að
það er enginn sérstök ástæða nema að fá að taka þátt í
einvherjum raunverulegum vandamálum sem líkjast manns
eigin og þú getur fundið þér einvherja leið til að leysa þín eigin
vandamál með því að sjá hvernig grannar leysa sín vandamál.
Fjölskylda mín hefur gert mikið grín af mér vegna nágranna
áráttu minni og segjir að ég gæti alveg eins varið framm á
gang og horft á fólkið þar. (algjörir húmoristar)
Og nú spyr ég afhverju horfir þú á Nágranna?