Hafið þið aldrei pælt í því hversu lengi Neighbours hefur lifað á toppnum..? þetta er ótrúlegt, í fjölda ára hafa þessir þættir verið í gangi um “hálfgerðlega sama efnið” þannig séð.
Þó svo að það sé svoldið mikið kannski að segja sama efnið þá er það eiginlega rétt. Ég meina þetta er um fólkið í Ramsay Street, sem er nú ekki það stór gata að eitthver hellingur af fólki kæmist þar fyrir, eins og við vitum eru þar bara nokkur hús.
Og í húsunum er fólk sem vinnur, og svo er sýnt frá vinnunum.
Og í húsunum eru krakkar sem fara í skóla og það er sýnt frá skólanum. Svo er það oft að krakkarnir þarna eiga sýna bestu vini innan götunnar og eins fullorðna fólkið. Og svo er sýnt frá kaffihúsinu þeirra þar sem þau hitta allltaf hvort annað.

Samt…þrátt fyrir að þetta sé alltaf um sama fólkið sem gerir það sama hring eftir hring þá hafa þessir frábæru þættir lifað lengur en margar margar aðrar sápur, og eru enn á toppnum!! þetta er snilld og höfundar þessa þátta eiga skilið þvílíkt hrós, því að það gætu ekki margir fundið svona endalaust uppá nýjum og ferksum hugmyndum!
og þetta erub ekkert bara eitthverjar hugmyndir sem þeim dettur í hug og eru skrifaðar niður, leiknar og teknar upp og svo bara sendar út!! Nei..þessar hugmyndir eru grandskoðaðar af ýmsu fólki og komið með comment, og löngum tíma eytt í stutt atriði sem eru svo að lokum tekin upp nema leikararnir komi með eitthver comment líka og svo sent út!

Ef þessir handritshöfundar halda áfram að koma með svona virkilega skemmtilegar hugmyndir sem maður dettur strax inní og fylgist spenntur með þá mun Neighbours lifa áfram sem!!