Í dag kom í ljós að Libby dó ekki en hún var í lífshættu eftir fæðinguna og
þurfti að fara í aðgerð, Susan var ógeðslega leiðileg við Drew og kenndi
honum um hvað hafði skeð og vildi svo ekki tala við hann, djöfulli fór það í
taugarnar á mér, hvernig getur hún verið svona mikil tussa þó hún hafi
auðvitað verið í sjokki og allt það. Strákurinn þeirra er algjör dúlla. Libby
vaknaði eftir aðgerðina og það virtist vera allt í lagi með hana.
Steph og Woody spjölluðu lengi saman um hvernig lífi Woody lifði núna,
hann vill fá hana með sér og Lyn og Joe voru reið við Woody fyrir að gera
steph þetta.
Flick og Matt læstust inni í víngeymslu og þurfa örugglega að vera þar um
nóttina því enginn vissi um þau og Lou kemur ekki fyrr en næsta morgun,
Flick sagði að allir vissu að Matt væri hrifinn af henni og hann væri
geðveikt augljós og despret.. Matt sagði að Flick væri klikkuð af því að hún
hugsaði svo mikið um útlitið. En þau sættust samt og Flick sofnaði á öxlinni
á Matt.
-Það er snákur í stígvélinu mínu