Toadie var hálf eyðilagður eftir að hann frétti þetta með fyrirtækið og var að kanna hverjir tryggðu hjá þeim. Hann komst að því að Joe tryggir allt, heimilið, fjölskylduna og fyrirtækið. Svo var Toadie að tala við Lyn um tryggingar og fyrirtæki og er hann að hugsa um hvort hann eigi að segja einhverjum frá þessu og missa vinnuna eða halda kjafti og halda áfram í vinnunni. Persónulega finnst mér að hann eigi að vara fólk við þessu og hættta í vinnunni. Svo var hann eitthvað að glugga í pappírum á kránni hjá Lou en ég veit ekki alveg hvort hann fann eitthvað spennandi !?!

Matt tók þátt í barþernukeppninni en dómarinn hélt fyrst að M. Hancock væri stelpa en svo var víst ekki en fékk hann að taka þátt. En honum gekk vel en klúðraði seinustu þrautinni en Flick var fengin til að daðra við hann og hann gat ekki staðist hana!!!

Steph bauð Mitch í mat og var víst maturinn eitthvað misheppnaður en hann brann í ofninum. Svo ákváðu þau að fara að keyra á mótorhjólunum eins og bara góðir vinir.

Tad bauðst til þess að fara með Joe í eina langa ökuferð með einhvern farm, svona til þess að halda honum félagsskap og spila tónlist á ferðinni. Svo sofnaði Tad og Joe var eitthvað orðinn þreyttur og farinn að sjá illa á skiltin. Tad vaknaði og sá að þeir voru að fara niður bratta brekku á mikilli ferð og bíllinn skransaði og hann öskraði og svo var þátturinn búinn. Hvað skildi nú gerast fyrir þá á morgun?? Vonandi ekkert slæmt.