Úrslit sagnfræðitriviu IX Þá er komið að úrslitum fyrstu sagnfræðitriviunnar eftir meira en árs hlé, og á undan síðustu spurningakeppni var annað árs hlé. Maður trúir því varla að það séu komin tvö ár síðan ég samdi síðast spurningar hér!

En Vlad3 náði öllum spurningunum rétt nema tvem og fékk eitt og hálft fyrir aðra þriggja stiga spurninguna. Hann var því í fyrsta sæti með 12 og hálft. Ég óska honum til hamingju með fyrsta sigurinn annarrar leiktíðar.

1.sæti: Vlad3: 13½ af 18.
2.sæti: Kalashnikov með 11 stig af 18.
3.sæti: DutyCalls með 10 stig af 18.
4.sæti: Garnargeir og Jolamadurinn með 7 stig af 18.
5.sæti: Viljugur með 4 stig af 18.
6.sæti: Grande með 1 sig af 18.

Og þá hvet ég bara alla til að taka þátt triviu númer tíu sem er hér á forsíðu áhugamálsins.



Og hér verða birt rétt svör við spurningunum mönnum til gagns og gamans:

1.) Undan hvaða yfirráðum brutust Arabar í fyrri heimsstyrjöld með hjálp Breta? (1 stig)
Hinu tyrkneska Ottómanveldisins.

2.) Við hvaða ríki háðu Írakar stríð árin 1980-1988? (1 stig)
Íran.

3.) Hvaða keisari Heilaga rómverska ríkisins drukknaði í á á leið sinni í krossför árið 1190? (1 stig)
Fredrick Barbarossa.

4.) Hvaða ár hófst framleiðsla á gosdrykknum Pepsi-Cola? (1 stig)
Svolítið villandi spurning, drykkurinn var fundinn upp árið 1898 en einkaleifi vörumerkisins Pepsi-Cola kom árið 1903 og var því gefið rétt fyrir bæði.

5.) Í kringum hvaða borg var Latneska keisaradæmið 1204-1261? (2 stig)
Konstantínópel.

6.) Hvaða utanríkisráðherra Bandaríkjanna gengdi stóru hlutverki í Víetnamstríðinu og stóð fyrir bættum samskiptum BNA við Kína? (2 stig)
Henry Kissinger.

7.) Hvaða veldi skiptist í Vestur, -Mið- og Austur Frankíu árið 843?(2 stig)
Veldi Karlamagnúsar, einnig þekkt sem einfaldlega Frankía.

8.) Hvað kölluðu Evrópubúar norðurströnd Afríku frá 16. til 19. öld? (2 stig)
Barbaríið. Nafnið er til komið vegna berbneskra þjóðflokka sem byggja ströndina og eflaust líka tengt orðinu grísk-latneska orðinu barbaria.

9.) Hvaða nöfn nota Rússar og Finnar um stríðið á austurvígstöðvum seinni heimsstyrjaldar? (ATH: Rússar nota eitt nafn og Finnar annað) (3 stig)
Finnar vildu ekki tala um stríðið sem ólöglegt árásarstríð og kölluðu það því „Framhaldsstríðið“ sem framhald af Vetrarstríðinu 1940. Rússar tala hins vegar yfirleitt um Barbarossa innrásina sem „Föðurlandsstríðið mikla“.

10.) Hann var skæruliðaforingi sem komst til valda árið 1943 í kjölfar hernáms og stjórnaði til dauðadags árið 1980 og naut töluverða vinsælda. Hann lenti í svo miklum deilum við Sovétríkin á 6. áratugnum löndin voru á barmi stríðs en í kalda stríðinu stofnaði hann samtök ríkja utan hernaðarbandalaga. Hver var hann? (3 stig)
Josip Broz Tito, kommúnískur leiðtogi Júgóslavíu..
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,