Nýtt - Smásögur Kæru sagnfræðiáhugamenn og konur

Ég ákvað að setja upp nýjung hér uppá gamanið eftir ábendingu sem ég fékk frá ákveðnum notenda og hefur nú verið stofnaður nýr liður á söguáhugamálinu sem mun gangast undir nafninu smásögur (smá orðaleikur eins og í sögupersónur). Smásögukubburinn er hugsaður fyrir stuttar, ítarlegar og vandaðar greinar sem væru annars ‘of stuttar’ til að vera sendar inn sem “Greinar” en of langar og/eða ítarlegar til að vera þráður. Greinar þessar verða sendar inn með reglulegu millibili.

Auk stjórnenda geta aðeins valdir notendur sent slíkar greinar inn og til að gerast “valinn notandi” þarf sá að hafa samband við stjórnanda.

En maðurinn sem kom með ábendinguna gengur undir dulnefninu IanAnderson og hefur hann verið nokkuð áberandi hér á huga en þó ekki mikið á /saga þrátt fyrir að vera þónokkur sagnfræðiáhugamaður. Anderson mun hér eftir senda smásögur sínar inn sirka 3x í mánuði og vona ég að ‘tilraun’ þessi muni bera góðan ávöxt og falla í kramið hjá notendum.

Nota ég þá hér tækifærið og óska IanAnderson til hamingju með ‘embætti’ sitt og kvet þá sem hafa áhuga á sögu og eru góðir pennar að hafa samband við mig eða meðstjórnendur mína.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,