Sælir kæru hugarar

Fyrir hönd stjórnenda vona ég að hugarar hafi haft það gott um jólin og óska gleðilegs árs og þakka samfylgdina á árinu sem leið.

En desembertölurnar eru komnar í hús og hljóða þær svo; 12.230 flettingar en það gerir 0,25% af heildarflettingum. Eins og sést er áhugamálið í mikilli lægð, þetta er rúmlega 8000 flettingum minna en í síðasta mánuði, og sirka 15000 færri en í mánuðinum þar á undan, svo það er greinilegt að menn hafa haft mikið að gera í jólamánuðinum.

/saga hefur ekki verið í svo mikilli lægð síðan í ágúst 2006 (samt ekki allveg hægt að segja til um það þar sem tölur voru ekki uppfærðar bróðurpartinn af árinu 2007). Og svo má geta þess í tilefni áramótanna að á sama tíma í fyrra var áhugamálið að flettast 31.285 (0,48%).

Nýárskveðjur,
Stjórnendur á /saga
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,