Youtube-hornið, nýr korkaflokkur Sælir kæru hugarar

Til að hressa upp á áhugamálið hafa stjórnendur opnað umræðukorkaflokk fyrir þá sem vilja hafa opnar umræður um söguleg myndbönd af netinu eins og tíðkast hefur um myndir sem notendur senda inn. Því miður er ekki enn komið svo fyrir okkur að notendur geti sent inn myndböndin beint eins og myndir en við verðum vona að það geti verið hægt í framtíðinni.

Þangað til vil ég benda notendum að hafi þeir hugmyndir af myndböndum af youtube, verði þeir vinsamlegast að senda stjórendum póst með link á myndbandið og það verður sett inn án afláts.


Korkaflokkur þessi er eingöngu ætlaður umræðum um myndböndin, en hugarar geta einnig ef þeim lystir senda inn korka tengda myndböndunum eða “Youtube-horninu”. Sendi notandi inn kork er inniheldur óviðeigandi efni sem ekki á heima á þessum korkaflokki áskilja stjórendur sér rétt til að eyða honum tafarlaust. Hann verður þá vinsamlega fluttur yfir á annan korkaflokk :)

En ég bara hvet alla til að taka þátt og vera duglegir að senda inn myndir sem og myndbönd.


Fyrir hönd stjórnenda,

Androvksi eður STAVKA
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,