Úrslit sagnfræðitriviu VII Sælir kæru notendur

Þá er komið að úrslitum sjöundu spurningakeppninar en þáttaka hefur aldrei verið betri þar sem ellefu manns spreyttu sig.

En þannig fór að Eliasmg hlaut 18 stig og sigraði með þeim þessa keppni. Honum fast á hælum kemur svo Sigurdurjons með 16 stig og í þriðja sætið hreppir McSulli með 14 stig.

Varðandi spurningarnar þá áttaði ég mig ekki á því fyrr en eftirá að spurning 5 var dulítið asnaleg, og mætti frekar vera öfug og spurning 10 var villandi þar sem mér var sagt að hann hefði verið tvígiftur en sem betur fer stöðvaði það engann að ég viti í að svara rétt. Og þess má til gamans geta að enginn gat svarað spurningu 8 rétt

En við óskum Eliasmg innilega til hamingju með þennan sigur og snúum okkur að frekari sætaskipan:

1.sæti: Eliasmg með 18 stig af 18.
2.sæti: Sigurdurjons með 16 stig af 18.
3.sæti: McSulli með 14 stig af 18.
4.sæti: Rembrandt og Gjallarhorn með 13 stig af 18.
5.sæti: Ulfug og Ymiro með 7 stig af 18.
6.sæti: Bflyer með 6 stig af 18.
7.sæti: Adept og Guguhead með 4 stig af 18.
8.sæti: Copperfield með 3 stig af 18.

Já það er gaman að þessu og við höldum ótraust áfram í næstu triviu.


Og hér verða birt svörin við fyrri triviu mönnum til gagns og gamans:

1.) Hver er ein helsta sjálfstæðishetja Indverja? (1 stig)
Mahatma Gandhi.

2.) Hver stofnaði Konstantínópel?(1 stig)
Konstantín I rómarkeisari.

3.) Hver var yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna í Evrópu í síðari heimsstyrjöld? (1 stig)
Dwight D. Eisenhower.

4.) Hvað kölluðu Grikkir og Arabar víkinga sem þeir versluðu við við Svartahaf? (2 stig)
Rússa. (sbr. Rús)

5.) Hvað kalla Japanir „Guðdómlega Storminn“ sem kom í veg fyrir innrás Mongóla 1281? (2 stig)
Kamikaze.

6.) Hvenær voru fyrstu ólympíuleikarnir haldnir í Ólypmíu til forna? (2 stig)
776 f.kr.

7.) Fyrir hvað var Sir Walter Raleigh líflátinn árið 1618? (1 stig)
Misheppnaðann leiðangur til Suður-Ameríku árið 1615.

8.) Hvern skipaði Hitler æðsta yfirmann land-sjó og flugher árið 1938 eftir að Werner von Blomberg hafði verið vikið úr starfi? (2 stig)
Sjálfan sig, Hitler tók við þessu embætti og sinnti því til dauðadags.

9.) Hvað átti sér stað í bresku flotastöðinni Scapa Flow þann 21.júní 1919? (3 stig)
Þá ýmist sprengdu áhafnir 72 þýskra herskipa skipin eða sigldu í strand er þeir komust að því að afhenda ætti Bretum þau en það á það var um kveðið í Versalasamningunum.

10.) Hvað hét kona Napoleons og hvenær giftust þau? (3 stig)
Jósefína de Beauharnais, 1796.

Bónusspurning

Þetta mun vera fáni eistneska sovétlýðveldisins, það var innlimað árið 1940 en varð að Lýðveldinu Eistlandi árið 1991
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,