Sæl öll,

Hugmyndin er að kaflaskipting tengla sér eitthvað í þessa veru:

“Almennt um sagnfræði” - Það efni sem hefur ekki með neitt eitt tímabil að gera umfram önnur.

“Fornaldarsaga” - Efni sem hefur með tímabilið frá upphafi til ca. 500 að gera.

“Miðaldasaga” - Efni varðandi tímabilið frá ca. 500-1800 (vantar reyndar meira lýsandi nafn fyrir þetta tímabil).

“Nútímasaga” - Efni um tímabilið frá ca. 1800 og fram á okkar daga.

“Seinni heimstyrjöldin” - Óskir komu fram um að efni tengt þessu tímabili væri flokkað sérstaklega þar sem um er að ræða mikið magn tengla tengt því.

Ábendingar varðandi þetta eru síðan vel þegnar enda er þetta auðvitað áhugamálið okkar en ekki mitt :)

Kv.

Hjörtu
Með kveðju,