Úrslit sagnfræðitriviu VI Sælir kæru sagnfræðiáhangendur.

Þá er það úrslit sjötta gangs triviunar en það var þannig þessa vikuna að þar sem hún var með breyttu sniði var hægt að fá aukastig útaf fjögurra stiga bónusspurningarinnar. Og þannig fór það í þetta skiptið því að Rembrandt hreppti gullið með tuttugu stig af átján. Afgerandi sigur Rembrandt þar sem Amerya er sjö stigum eftir honum með þrettán stig. Í þriðja sæti kemur svo Snjolfurinn með átta stig. Mikill stigamunur á fyrstu þrem sætunum hér á ferð. Bflyer rekur svo lestina með tvemur stigum.


En þannig fór um flugferð þá:

1.sæti: Rembrandt með 20 stig af 18.
2.sæti: Amerya með 13 stig af 18.
3.sæti: Snjolfurinn með 9 stig af 18.
4.sæti: iCat með 7 og ½ stig af 18.
5.sæti: Dala með 6 stig af 18.
6.sæti: Kreoli með 5 og ½ stig af 18.
7.sæti: Daxi með 5 og ½ stig af 18.
8.sæti: Copperfield með 5 stig af 18.
9.sæti: Bflyer með 2 stig af 18.

Kitlandi góð frammistaða hjá Rembrandt og óskum við honum til hamingju með þennan glæsta sigur.

Þrjú dekk undir triviunni en áfram rúllar hún og ég kvet alla vopnfæra menn að taka þátt í næstu æsispennandi sagnfræðitriviu.


Svo verða birt hér svörin við fyrri triviu mönnum til gagns og gamans:

1.) Hvar bjuggu Latínar?(1 stig)
Á Appenínaskaga, Ítalíustígvélinu.

2.) Hvaða maður var kallaður „Beppo“ sem barn en „Engill Dauðans“ eftir dauða sinn. (1 stig)
Jósef Mengele.

3.) Hvenær var Eimskipafjelag Íslands stofnað? (1 stig)
1914

4.) Hverjir háðu Krímstríðið? (1 stig)
Rússar, Tyrkir, Bretar og Frakkar.

5.) Hvaða ár og í hvaða borg var fyrsta heimssýningin haldin? (2 stig)
Í London árið 1851.

6.) Hvaða ár hófust framkvæmdir á Panamaskurðinum? (2 stig)
1904

7.) Hver fann Vínland? (2 stig)
Leifur Heppni eða Bjarni Herjólfsson.

5.) Hvaða þjóð í Suð-Austur asíu reisti hið mikla Angor Vat hof á 12.öld? (2 stig)
Kehmrar.

9.) Hver var Mikhail Kalinin? (3 stig)
Rússneskur stjórnmálamaður sem tók þátt í byltingunni 1917 og var var þjóðhöfðingi Sovétríkjanna 1938-1946. Þess má geta að borgin Königsberg í A-Prússlandi var nefd í höfuðið á honum er hún var innlimuð í Sovétríkin 1945 og heitir hún enn þann dag í dag Kaliningrad.

10.) Hver varð forsætisráðherra í þingkosningunum árið 1963? (3 stig)
Bjarni Benediktsson.

Bónusspurning

Cecil Rhodes, en hann vann að því að leggja veg í gegnum nýlendur Breta í Afríku frá Suður Afríku til Egyptalands og lagði hann símalínur sömu vegalengd svo eitthvað sé nefnt. Vildi eigna Bretum alla Afríku.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,