Úrslit sagnfræðitriviu V Þá er komið að úrslitum fimmtu sagnfræðitriviunar sem menn hafa verið að velta vöngum yfir í tvær vikur. Ég biðst afsökunar á þessari rúmlega dagsseinkun en ég er búinn að liggja í veikindum síðustu þrjá daga. En úrslitin eru ekki af verri kanntinum þessa vikuna en Rembrandt hreppti gullið með 16 stigum og jafnar hann stigakónginn Obsidian sem er búinn að halda þeim titli síðan í triviu þrjú. En fast á hælum hans kemur svo McSulli sterkur inn í sinni fyrstu þáttöku með 15 stig og meðstjórnandi minn DutyCalls í þriðja sæti með 14 stig. Allsvakalega jöfn og spennandi keppni hér á ferð en svo kom mesta jafntefli hingað til en fjórar manneskjur deildu sjötta sætinu með ellefu stig.

En þannig fór um sjóferð þá:

1.sæti: Rembrandt með 16 stig af 18.
2.sæti: McSulli með 15 stig af 18.
3.sæti: DutyCalls með 14 stig af 18.
4.sæti: Lexaleet með 13 stig af 18.
5.sæti: Garnargeir með 12 og ½ stig af 18.
6.sæti: Adebt, Bflyer, Snjolfurinn og Vlad3 með 11 stig af 18.
7.sæti: Daxi með 5 og ½ stig af 18.
8.sæti: Guguhead með 1 og ½ stig af 18.

Og við óskum Rembrandt að sjálfsögðu til hamingju með þennan sigur eftir þessa æsispennandi viðureign.

Varðandi spurningarnar, þá kommst ég að því mér til mikillar óhamingju að einn ónefndur notandi giskaði á Verdun í spurningu 9 en það var eina orrustan sem Rússar börðust ekki í. En þar sem þriggjastigaspurningarnar eiga að vera villandi og erfiðar mætti líta á þær sem bónusspurningar en í tilfelli sem þessu gaf ég viðkomandi rétt fyrir spurninguna og mun gera það ef svona leiðindarárekstrar koma upp.

Og ég hvet að vanda alla sjófæra menn til að taka þátt í næstu triviu, hún verður með breyttu sniði að þessu sinni og óska ég notendum gleðilegra páska.



Svo verða birt hér svörin við fyrri triviu mönnum til gagns og gamans:

1.) Hvaða ár gerðist Adolf Hitler formaður þýska nasistaflokksins? (1 stig)
1921

2.) Hverjir réðust inn í Íran 25. ágúst 1941? (1 stig)
Bretar og Sovétmenn.

3.) Hvaða ár lögðu Tyrkir Konstantínópel undir sig? (1 stig)
1453

4.) Hver fann upp ritsímann árið 1831? (1 stig)
Samuel F. B. Morse

5.) Hvaða tveir stjórnmálaflokkar sameinuðust árið 1929 og mynduðu Sjálfstæðisflokkinn? (2 stig)
Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn.

6.) Hvar og hvenær voru fyrstu nútíma-Ólypíuleikarnir haldnir? (2 stig)
Í Aþenu, Grikklandi árið 1896.

7.) Hverjir voru sjógúnar? (2 stig)
Sjógúnar voru yfirherstjórar keisaranna í Japan á miðöldum og fóru með öll völd þarlendis til ársins 1867.

8.) Hvaða þjóð reisti borgirnar Chichén-Itzá, Copán og Tikal?(2 stig)
Mayar reistu þessar borgir á því svæði sem nú tilheyrir Mexíkó

9.) Hvert eftirfarandi orrusta á ekki heima á meðal hinna? Verdun (1916), Khalkhyn Gol (1939), Tannenberg (1914) og Stalingrad (1942-3). (3 stig)
Orrustan við Khalkhyn Gol. Sú orrsusta var háð á milli Sovétmanna (og Mongóla) og Japana. Þjóðverjar stríddu í öllum hinum orrustunum.

10.) Hvaða ríki fékk sjálfstæði árið 1921 undan Kínverjum en var innlimað af Sovétmönnum árið 1944? (3 stig)
Tannu Tuva var stofnað eftir að rússneskir bolsévikar hernumdu landsvæðið eftir byltinguna 1917 og varð Sovéskt leppríki þar til það gerðist Rússneskt sjálfstjórnarhérað og er enn slíkt í dag.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,