Úrslit sagnfræðitriviu IV Sælir kæru hugarar.

Þessa vikuna var trivian ekki jafn fjölsótt og hinar og gerði ég því kork um málið í gærkveld. Þar kom fram að sumum fannst hún of erfið og öðrum fanst hún of skammlíf. En ég ætla að setja hérna triviu fjögur og hafa hana í tvær vikur fremur en eina og ef hún fer sömu leið getum við íhugað að taka okkur pásu frá þessu. En úrslitin fóru á þann veginn að sigurstranglegi DutyCalls hlaut fyrsta sætið með glæsilegri frammistöðu, ellefu stig. Á eftir honum kem ég svo með sjö stig, svo kemur Amazon með sex og hálft stig og 911 Carerra rekur lestina með sex stig. Og þótt það hafi ekki verið fleiri keppendur er venjan að setja þetta upp á myndrænan hátt:

1.sæti: DutyCalls með 11 stig af 18.
2.sæti: Androvski með 7 með 14 og stig af 18.
3.sæti: Amazon með 6 og ½ stig af 18.
4.sæti: 911 Carerra með 5 stig af 18.


Og við óskum sigurvegaranum DutyCalls til hamingju með glæstan sigur og þökkum Garnargeir fyrir framlag sitt með þessari spurningakeppni er var hans.

Ég bendi á að gefnu tilefni að ef það er einhver hugari þarna úti sem er góður spurningasemjari og vill feta í fótspor mín og Garnargeirs skal hann endilega senda Stjórnenda póst.


Svo verður birt hér svörin við fyrri triviu mönnum til gagns og gamans:

1.) Hvenær var Magna Carta liberalis undirritaður og af hverjum? (1.stig)
Hann var undiritaður 1215 af Jóhanni landlausa.

2.) Hvað þýðir latneska orðið Dictator Perpetuus og hver bar það nafn?
Einræðisherra til eilífðar og eini sem hefur borið þetta er Júlíus Sesar.

3.) Hvað hét maðurinn sem vann til fernra gullverðlauna á Ólympíleikunum 1936?(1 stig)
Jessie Owens.

4.) Hvaða fræga borg fór undir öskulag árið 79 .f.kr.? (1.stig)
Pompeii

5.) Hvaða frægi listamaður fæddist þann 15. Júlí 1606? (1stig)
Rembrant Van Rijn.

6.) Hverjir voru það sem fóru í verkfall á Íslandi 1916 og hvaða félag stofnuðu þeir árið undan? (2.stig)
Hásetar , Hásetafélagið í Reykjavík.

7.) Um hvað snérist NEP stefna Sovétmanna og hver kom með hugmyndina af henni? (2.stig)
Ný atvinnustefna í stað stríðskommúnisma, féllst í því að koma hjólum atvinnulífsins aftur að stað og fól líka í sér afturhvarf til kapítalískra búskaparhátta eða á annan veg að það var landbúnaðarbylting Leníns, þar sem hann umbylti landbúnaðinum í landinu sem var til skammar og gerði hann öflugann, þess má til gamans geta að ómennið Stalín rústaði þessu.

8.) Hvaða ár var Alþýðusamband Íslands stofnað og hver var formaður þess allt til dauðadags 1938? (2 stig)
Árið 1916 og Jón Baldvinsson var formaður til dauðadags.

9.) Hver á ekki heima með hinum? Alexandra frá Danmörku, Mary frá Teck, Hortense de Beauharnais, Elizabeth Bowes-Lyon. (3 stig)
Hortense de Beauharnais en hún var móðir Napóleons II Frakkakeisara en hinar þrjár eru mæður breskra konunga og drottninga.

10.) Hvaða stríð voru háð á árunum 1880-1881 og 1899-1902, hverjir börðust, út á hvað gekk seinna stríðið og með hvaða sáttmála lauk þessum hamagangi? (3stig)
Búastríðin, Bretar og Hollendingar háðu þau, seinna stríðið gekk út á það að eigna sér gullfund, og því lauk með Vereeniging sáttmálanum.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,