Úrslit sagnfræðitriviu III Jæja kæru hugarar þá er komið að því. Síðustu tvær triviur fóru á næstum því sama veg hvað úrslit varðar en svo fór ekki í dag og stendur Obsidian uppi sem sigurvegari, með 16 stig af 18 takk fyrir. Það er einn besti árangur hingað til en maður er nefndur Garnargeir(Addifb), fyrrverandi sigurvegari bæði triviu eitt og tvö, fylgir honum með 14 stig. Svo kemur Moomoo í þriðja sæti með 12 stig.
Icaruz og Toggi reka svo lestina með eitt stig hvor.

Og úrslitin fóru þannig:

1.sæti: Obsidian með 16 stig af 18.
2.sæti: Garnargeir með 14 og stig af 18.
3.sæti: Moomoo með 12 stig af 18.
4.sæti: Bossos með 10 stig af 18.
5.sæti: Ultravox með 9 stig af 18.
6.sæti: Daxi með 6 stig af 18
7.sæti: Toggi og Icaruz með 1 stig af 18.


Og við óskum Obsidian til hamingju með frábæra frammistöðu.

Já gott fólk þannig fór það, ég minni á triviu fjögur sem er kominn inn, en hún er skrifuð af Garnargeir að þessu sinni, en hann er eins og áður sagði, fyrir þá sem ekki náðu því, tvöfaldur sigurvegari.

Og við sjáumst eldhress á sama tíma í næstu viku með næstu úrslit.


Svo verður birt hér svörin við fyrri triviu mönnum til gagns og gamans:


1.) Hvað hét fyrsti leiðtogi Vestur-Þýskalands? (1 stig)
Konrad Adenauer

2.) Hvað hét stjórnmálaflokkur Saddams Husseins? (1 stig)
Ba'ath-flokkurinn

3.) Hvaða ár setti Kristján IV danakonungur á stofn einokunarverslun danskra kaupmanna á Íslandi?(1 stig)
1602

4.) Hvað hét sonarsonur Djengis Kahn er flutti frá heimkynnum sínum og stjórnaði Kína vel og lengi? (1 stig)
Kublai Khan

5.) Hver var fyrsti forsætisráðherra Íslands? (2 stig)
Jón Magnússon

6.) Við hvern er átt er menn tala um sigursælasta keisara Býsanska ríkisins? (2 stig)
Jústiníanus I

7.) Hver tók við embætti leiðtoga Sovétríkjanna og sinnti því til dauðadags árið 1984? (2 stig)
Yuri Andropov

8.) Hvenær átti Pólsk-Sovéska stríðið sér stað og hver stóð uppi sem eiginlegur sigurvegari?(2 stig)
1919– 1921. Pólverjar fóru með sigur og unnu töluvert land af Rússum. Auðvitað er lógískara að tala um Rússa en ekki Sovétmenn þar sem Sovétríkin urðu ekki til fyrr en 1922, en oft er gripið til þessa ráðs til að forðast misskilning við annað Pólsk-Rússneskt stríð á 17.öld.

9.) Hvert eftirfarandi svæða á ekki heima meðal hinna? Fillipseyjar, Falklandseyjar, Bretlandseyjar, eða Hawaiieyjar. (3 stig)
Fillipseyjar því þær eru eina svæðið sem ekki hefur verið undir yfirráðum Breta.

10.)Hvað átti sér stað í Istanbúl 6. og 7. September 1955?
Þá réðst tyrkneskur múgur á grískan minnihluta borgarinnar og eigur þeirra. Einnig var ráðist á Armena og Gyðinga.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,