Kæru söguáhugamenn,

Að gefnu tilefni langar mig aðeins að ræða um lengd greina. Stöku sinnum hefur efni verið sent hér inn sem nýjar greinar, sem varla geta þó kallast því nafni. Oft hefur því þó verið “hleypt í gegn”, væntanlega með því sjónarmiði að hlutverk stjórnenda sé ekki að vera gæðaeftirlitsmenn eða ritstjórar, heldur að sía út efni sem ekki tengist áhugamálinu, eða er á einhvern hátt vafasamt.

Höfundar illa skrifaðra eða bara almennt lélegra greina, verða samkvæmt þessu einfaldlega að eiga sín mál við lesendur. Þeir fá í flestum tilfellum slæm viðbrögð og gagnrýni, sem vonandi hvetur þá til að gera betur næst.


En þó þykir mér ástæða til að taka á “lengdar-málinu”…

Ég vil síður fara út í að setja einhver ófrávíkjanleg skilyrði um lágmarkslengd. Frekar vildi ég setja einhver viðmið um það, t.d. “ætlast er til að greinar séu ekki styttri en 300 orð”. Þannig mættu höfundar vel eiga von á því að efni þeirra væri hafnað væri það undir þessum mörkum. En það væri þó ekki algilt, því stjórnendur gætu alltaf gert undanþágur á þessu ef þeim þætti styttri greinar hafa eitthvað til að bera sem gerði þær sérlega áhugaverðar.

Látið mig endilega vita ykkar álit á þessu máli, og mun ég þá í framhaldi gera eitthvað í því, í samvinnu við meðstjórnanda minn.

Með kveðju,
DutyCalls
_______________________