Tölur eru komnar um virkni áhugamálsins í mars. Svo virðist sem nýtt met hafi verið sett á áhugamálinu því virkni áhugamálsins hefur ekki mælst jafn mikil svo langt sem mínar heimildir ná aftur (þ.e. frá sept. 2004).

Fjöldi flettinga á áhugamálinu í mars var 45,838. Það eru 0,64% af heildarfjölda flettinga á Huga.is í mánuðinum. Í febrúar voru flettingar alls 30,002 og því jukust flettingar um 51,27% milli mánaða.

15 nýjar greinar birtust á áhugamálinu í mars og er það fjórum fleiri en í febrúar.

34 nýir þræðir voru stofnaðir á korkinum en það er 54,54% aukning frá því mánuðinum áður.

50 nýjar myndir voru birtar en í mánuðinum á undan voru nýjar myndir 33 talsins og því er um 51,52% aukningu að ræða.

9 nýjar kannanir voru birtar á áhugamálinu í mars en 6 mánuðinn áður og því er nemur aukning í nýjum könnunum 50% milli mánaða.

Þrátt fyrir að virkni áhugamálsins hafi dalað eilítið fyrstu tvo mánuði ársins hefur áhugamálið þó verið í gríðarlegri sókn, meira og minna frá því í júlí árið 2005. Í mars var sett nýtt met, sem mun þó vonandi ekki standa lengi.
___________________________________