Nú eru komnar tölur um virkni áhugamálsins í desember (og á árinu).

Desember mánuður

Í desember var fjöldi flettinga á áhugamálinu 37,847 og er það um 28,07% aukning frá því mánuðinum áður. Hlutfall flettinga á sagnfræðiáhugamálinu af heildarfjöldaflettinga á Huga.is var 0.52% í desember. Samkvæmt mínum gögnum (sem þó ná ekki lengra aftur en til september 2004) hefur áhugamálið aldrei verið vinsælla eða virkara, hvort sem litið er á fjölda flettinga eða hlutfall flettinga áhugamálsins af heildarfjölda flettinga á Huga.is.

Innsendu efni fjölgaði milli mánaða

Í desember birtust 19 nýjar greinar en í nóvember voru nýjar greinar 14 talsins. Aukning í nýjum greinum var því 35,71% á milli mánaða.

25 nýir þræðir voru stofnaðir á korkinum í desember en í nóvember voru 18 nýir þræðir stofnaðir svo að 38,88% aukning varð á nýjum þráðum á korkinum milli mánaða.

20 myndir bárust í nóvember en 44 í desember og því er um 120% aukningu að ræða í innsendum myndum.

Í desember birtust fimm nýjar kannanir á áhugamálinu en 3 í nóvember. Könnunum á áhugamálinu fjölgaði því um 66,67% milli mánaða.

Árið 2005

Alls birtust 127 nýjar greinar á áhugamálinu árið 2005 en á árinu 2004 birtust alls 98 nýjar greinar og fjölgaði því nýjum greinum á áhugamálinu um 29,59% milli ára.

Alls birtust 33 kannanir á áhugamálinu á árinu 2005 en 38 kannanir birtust á árinu 2004. Könnunum á áhugamálinu fækkaði því um 15,15% á milli ára.

Á árinu voru flettingar alls 216,760, sem var 0,32% af heildarfjölda flettinga á Huga.is. Sagnfræðiáhugamálið var í 38. sæti yfir virkustu síður Huga.is.
___________________________________