Megali hugmyndin Þegar Grikkir öðluðust sjálfstæði frá Ottonmanveldinu í gríska frelsisstríðinu á fjórða áratug 19. aldar náði hið nýja gríska ríkið ekki nema yfir Pelopsskagann og rétt yfir svæði norðan hans og bjó meirihluti Grikkja enn innan Ottomanríkisins. Megali hugmyndin var draumur gríska ríkisins um að ná yfir öll svæði byggð Grikkjum, þ.m.t. Konstantínópel og vesturströnd Litlu Asíu. Þessi stefna átti eftir að einkenna utanríkispólitík Grikkja alla 19. öldina, þar sem margir sigrar voru unnir, en hún leið undir lok þegar Grikkir töpuðu óvænt Grísk-Tyrkneska stríðinu árið 1922. Í kjölfarið var skrifað undir samning á milli Gríska ríkisins og hins nýja Tyrklands Atatürks um gagnkvæma nauðungarflutninga Grikkja og Tyrkja milli ríkjanna. Fjölmargir Grikkir höfðu þá verið hraktir/flúið frá Anatólíu í kjölfar stríðsátaka á svæðinu í byrjun aldarinnar en að endingu var um 1,5 milljón Grikkir fluttir til Grikklands.

Megali hugmyndin um Stór-Grikkland og samstaða þeirra í sjálfstæðisbaráttunni byggðu á grískri þjóðernishyggju sem sótti í hinn býsanska arf, ekki þann forn gríska, eins og svo margir Vestur-Evrópumenn töldu. Sjálfstæði Grikklands skyldi verða, amk hugmyndafræðileg, endurreisn Býsanska ríkisins, þar sem Konstantínópel, loks grísk og kristin aftur, yrði höfuðborg ríkisins.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,