OSAMA Það lækkar sífellt standardinn á þessu “yfirkrossi” hjá TIME: Árið 1945 þurftu menn að vera einræðisherrar næst stærsta og tæknivæddasta iðnveldi heimsins, og hafa jafnframt leitt til heimsstyrjadar og breytt mannkynssögunni á allan hátt um aldur og ævi.


2003 þurftu menn bara að hafa klúðrað illilega sínum málum sem arabískir einræðisherrar.

Nú til dags þurfa menn aðeins að hafa verið ótrúlega “heppnir” með stór hryðjuverk, og tekist að fela sig í helli í áratug.


Árið 2057 verða örugglega litlir strákar sem reyna að sprengja upp póstkassa “strikaðir út” á forsíðu TIME.
_______________________