Austurblokkin 1987 Árið 1987 var kalda stríðið að renna út í sandinn. Gorbatsjov (fyrir miðju) hafði setið tvö ár á valdastóli í Sovétríkjunum og hans helsta baráttumál hafði verið að stilla til friðar við Vesturveldin og binda enda á kalda stríðið. Þetta vildi hann gera til að geta leyst miðstýrðan sovéskan iðnað frá hernaðarframleiðslu svo hann gæti einbeitt sér að neytendavarningi. Þegar Gorbatsjov tók við var um 40% sovéskrar framleiðslu varið í hergögn.

Gorbatsjov var einnig með skýra stefnu í málefnum heimsveldis síns; liðin var sú tíð er sjálfstæð ríki Austur-Evrópu tóku skipunum Kremlverja og biðu þá um leyfi fyrir því sem þau vildu gera. Hann hafði sagt öllum leiðtogum austurblokkarinnar að þeir ættu að vera sjálfstæðir, þeir höfðu allir heyrt þann söng fyrr og trúðu honum ekki. En um þær mundir sem þessi mynd er tekin voru austantjaldsríkin farin að átta sig á því að Gorbatsjov var alvara, en fæstum leist vel á það því það þýddi að þeirra eigin völd voru í hættu.

Frá vinstri eru á myndinni:
Gustáv Husák, leiðtogi Tékkóslóvakíu, gamli stalínistinn sem var vanur að taka skipunum frá Moskvu. Hann hafði þó fyrst verið hlynntur umbótum Dubceks. Árið 1989 var hann orðinn elliær eins og þeir flestir og var neyddur til að segja af sér af flokksfélögum sínum.

Todor Zhivkov, leiðtogi Alþýðulýðveldisins Búlgaríu til margra áratuga. Hann var ásamt Husák og Honecker einn af tryggustu og ósjálfstæðustu bandamönnum Sovétmanna. Hann hafði eitt sinn stungið upp á því við Brézhnev hvort Búlgaría gæti ekki orðið 16. sovétlýðveldið, en lenti þó upp á kant við Gorbatsjov vegna sölu hans á sovéskri olíu til vesturlanda.

Erich Honecker, leiðtogi Austur-Þýskalands. Eflaust einn af litlausustu karakterum austurblokkarinnar, hann var hundtryggur framan af en var þó lítið gefið fyrir endurbætur Gorbatsjovs sem hann sagði að myndu ganga að kommúnismanum dauðum. Honecker var einn af fáum mönnum innan Austur-Þýskalands sem vissu hversu stórskuldugt landið var á meðan hann og nomenklatúran lifði í vellistingum á vestur-þýskum gjaldeyri. Árið 1989 varð landið gjaldþrota.

Hægra megin við Gorbatsjov er Nicolae Ceausescu, einræðisherran í Rúmeníu. Hann var einræðisherra af gamla skólanum, stjórnaði landinu með með stalínískum brag; í gegnum ótta og ofbeldi. Hann hafði komið upp mikilli persónudýrkun og heillaðist af Norður-Kóreiskum og Kínverskum stjórnarháttum. Rúmenía var hyllt á vesturlöndum fyrir það hversu sjálfstætt landið var gagnvart Sovétríkjunun en í raun var Rúmenía fátækasta og ömurlegasta landið í austurblokkinni og eina kommúnistaríkið sem féll með blóðsúthellingum árið 1989.

Wojciech Jaruzelski, hershöfðinginn yfir Alþýðulýðveldinu Póllandi, eini kommúnistaleiðtoginn úr hernaðarstétt. Hann komst til valda til að stemma stigum við verkalýðsfélagið Samstöðu árið 1981, kom á herlögum árið 1983 en neyddist til að afsala sér völdum árið 1990 eftir að hafa reynt allt, bæði ofbeldisfullar og friðsamlegar aðgerðir til að bæla niður óánægju verkafólks í landinu. Ekki að ástæðulausu sem Pólland var kallað Akkilesarhæll Sovétmanna.

Að lokum János Kádár, leiðtogi Ungverska alþýðulýðveldisins sem gamli stalínistinn sem hóf feril sinn í skugga Sovétmanna eftir uppreisnina 1956. Hann lét hengja fyrirrenna sinn Nagy, og hóf miklar hreinsanir í flokknum og landinu. Þegar leið á árin og tókst að vinna sér inn einhverja hylli og virðingu. Hann var þó neyddur til afsagnar af yngri flokkshestum árið 1988.

Ríkin stóðu mishöllum fæti eftir að Gorbatsjov gaf þeim lausann tauminn. Pólland var dæmt til að falla vegna kraumandi óánægju og furðulega sterkra andstöðuafla í landinu. Tékkóslóvakía og Ungverjaland höfðu aldrei verið pólitískir bandamenn Rússa í sögunni og deildu fæstum menningar- og sögutengslum við þá af löndum austurblokkarinnar, enda féll kommúnisminn fyrst í Ungverjalandi. Öll löndin voru þó háð fjárhagsaðstoð Sovétmanna og stórskuldug í garð vesturlanda en þar stóð Austur-Þýskaland fremst og var það það sem varð þeim helst að falli.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,