Brisnefur og Krútsjov Á þessari mynd má sjá þá félaga og kollega Leoníd Brézhnev og Níkita Krútsjov standa á rabbi á stríðsárunum. Þeir kannski vissu það ekki þegar þessi mynd var tekin en þeir áttu báðir eftir að leiða Sovétríkin, hvor á sinn hátt á ókomandi árum.

Nú skal ég ekkert segja um sögulegt gildi inngangs þessa, hvort kollegarnir deildu með sér einhverjum vinskap, en eitt er víst að vinskapur þessi náði ekki lengra en svo að tuttugu árum síðar leiddi Brézhnev gegn Krútsjov plott um að koma honum frá völdum árið 1964 og tók af honum formannsstólinn.

Slíkt myndi engum hafa órað fyrir að gæti gerst þegar þessi mynd er tekin, enda alræði Stalíns algert. Þegar Stalín dó loks og harðstjórn hans lauk árið 1953 hófst valdabarátta um eftirmannstitilinn eins og vera ber í hvert sinn sem sterkur leiðtogi fellur frá. Sem betur fer fyrir íbúa Sovétríkjanna varð umburðarlyndari armur flokksins undir forystu Krútsjovs ofan á og Stalínisminn beið lægri hlut. Þótt eflaust megi bendla sitthvað við Krútsjov, þá má hann eiga það að umbætur hans á sovéska stjórnkerfinu og samfélaginu voru vægast sagt geigvænlegar eftir hið óblíða samfélag sem Stalín hafði byggt.

Þegar Brézhnev og félagar hans náðu að knýgja Krútsjov til afsagnar sté hann frá völdum án átaka og við tók áratugalangt pólitískt og efnahagslegt stöðnunartímabil Brézhnevismans.

En arfleifð Krútsjovs lýsis sér best í afsögn hans eins og hann orðaði það sjálfur: “Leifum þeim að gera hvað þeim sýnist, ég hef gert mitt. Hverjum hefði látið sig dreyma um það að segja við Stalín að þeim líkaði ekki við hann lengur og lagt til að hann segði af sér? Ekki einusinni blautur blettur hefði orðið eftir þar sem viðkomandi hefði staðið. Óttinn er horfinn og við getum talað saman sem jafningjar. Það er mitt framlag, ég mun ekki berjast í bökkum.”
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,