Wojciech Jaruzelski Wojciech Jaruzelski hershöfðingi (1923-) var síðasti leiðtogi Alþýðulýðveldisins Póllands. Þrátt fyrir að leiðtogar Sovétríkjanna og annarra austantjaldsríkja hafi gjarnan klætt sig upp í myndarlega einkennisbúninga skrýdda medalíum var Jaruzelski eini hernaðarleiðtoginn sem komst til valda í kommúnistablokkinni (þó aðrir hafi vissulega sinnt herþjónustu áður fyrr voru þeir allir flokkshestar og stjórnmálaleiðtogar fyrst og fremst). Hann kom á herlögum í landinu árið 1981 og kom fyrir, eins og sjá má, frekar eins og hershöfðingi í Suður Ameríski juntu en en sem Austur Evrópskur kommúnistaleiðtogi.

Jaruzelski var hersöfðingi í Pólska hernum sem risið hafði til metorða eftir síðari heimsstyrjöld, en þá barðist hann með Rauða hernum alla leið til Berlínar. Hann hafði verið fluttur til Síberíu þegar Þjóðverjar og Sovétmenn skiptu með sér Póllandi árið 1939 vegna aðildar föður hans að Pólsk-Sovéska stríðinu 1920 og vegna yfirstéttaruppruna síns. Öfugt við það sem menn kunna að ímynda sér gerði vist hans í Síberu hann ekki að óvini Rússa og Sovétkerfisins heldur kynntist hann þar frábæru fólki að eigin sögn og gerðist harður kommúnisti og trúði á leiðtogahlutverk Sovétríkjanna. Enda fékk hann uppreisn æru í stríðinu og eftir stríð varð hann háttsettur í hinum nýja her Póllands.
Það var ekki fyrr en árið 1970 sem Jaruzelski komst þó fyrst í kastljósið þegar pólskar hersveitir skutu á mótmælendur í Lenínsskipasmíðastöðinni í Gdansk (Danzig) sem vakti mikla óánægju en í senn vakningu meðal Pólsks verkalýðs. Verkalýðurinn í Póllandi var afar ósáttur við kjör sín og voru verkalýðsfélögin, sem öll voru undir stjórn ríkisins, afar ósamvinnuþýð í baráttu þeirra.
Í ágúst 1980 urðu mikil straumhvörf í Póllandi og í raun allri austurblokkinni þegar verkamenn í Lenínsskipasmíðastöðinni risu aftur upp gegn spilltum verkalýðsyfirvöldum undir forystu Lech Walesa fyrrverandi rafirkja í skipasmíðastöðinni sem hafði verið rekinn vegna upsteita sinna fjórum árum fyrr. Verkfallið bar mikinn ávöxt og varð Walesa í kjölfarið óskeikull leiðtogi verkalýðsfélagsins Samstöðu, sem hafði gríðarleg áhrif um allt Pólland þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að bæla það niður.

Fór nú af stað atburðarás sem átti sér ekki fordæmi í neinu austantjaldslandi. Sovétmenn sem höfðu áður tekið á svona vandamálum með hernaðaríhlutun (Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakía 1968) virtust ekki vilja senda skriðdreka sína til að bægja niður óöldina. Pólska ríkisstjórnin undir forystu Edwards Gierek neyddist til að gera samning við Walesa þar sem Samstaða var gert að löglegu verkalýðsfélagi og hafði rétt til að kalla til verkfalls.
Hafði nú Pólland, oft nefnt Akkilesarhæll Sovéska heimsveldisins, brugðist stjórnvöldum í Kreml. Í september 1980 skiptu Kremlverjar Gierek út fyrir Stanislaw Kania sem leiðtoga pólska kommúnistaflokksins og gerðu Jaruzelski hershöfðingja að forsætisráðherra. Til að pressa á Kania brugðu Sovétmenn til þess ráðs að skipuleggja innrás í Pólland, bera hana undir Jaruzelski og aðra leiðtoga Varsjárbandalagsins sem hótun um hvað væri í vændum ef Samstaða yrði ekki kjöldregin. Í október 1981 hafði Kania ekki sýnt nógu mikla þrautsegju og sviptu Kremlverjar honum þá titli og gerðu Jaruzelski að leiðtoga kommúnistaflokksins.

Ástæðan fyrir því að Sovétmenn sendu aldrei skriðdreka sína til Póllands var sú að slík aðgerð myndi draga afar neikvæða mynd af Sovétríkjunum í Vesturlöndum og myndi geta eyðilagt áralanga þýðu í kalda stríðinu. Auk þess sem þeir töldu að mótstaðan yrði svo mikil meðal pólsks almennings að haft var á orði að þeir hefðu ekki efni á öðru eins ástandi viðlíka því sem átti sér stað í Afganistan.
Jaruzelski sem ítrekað bað Sovétmenn um hernaðaríhlutn en var ávallt hafnað greip til þess ráðs í desember 1981 að koma á herlögum í landinu og ráðast til atlögu gegn Samstöðu á sama hátt og sovéskar herdeildir myndu hafa gert. Leiðtogar Samstöðu voru handteknir, verkalýðsfélagið gert ólöglegt aftur og verksmiðjur og námur voru vaktaðar með hermönnum. Þetta tókst honum með 15.000 manna sérútbúinni óeirðalögreglusveit, ZOMO, en margir óbreyttir lögreglu- og hermenn höfðu tekið upp málstað Samstöðu, svo alvarlegt og ógnvekjandi var ástandið orðið fyrir stjórnvöld í Varsjá og Moskvu.

Á tímum herstjórnarinnar hans breyttist ásýnd landsins sannarlega úr kommúnistaríki í hereinræðisríki þar sem allir leiðtogar þess voru hershöfðingjar, fréttamenn komu fyrir í einkennisbúningum og útgöngubann var sett í gildi í stærstu borgum. Herlögunum var aflétt árið 1983 en Jaruzelski sat við völd þar til hann gafst upp fyrir Walesa árið 1990 þegar kommúnisminn féll þar eins og í hinum Austur-Evrópulöndunum.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,