Freedom from Want Norman Rockwell (1894-1978) var einhver ástælasti listmálari Bandaríkjanna, en jafnframt sá sem hvað mest var gert grín að. Myndir hans voru af “alvöru listamönnum” og gagnrýnendum taldar yfirmáta hallærislegar, væmnar og “kitschy”. (Kannski ekki að ástæðulausu.)

Í myndum sínum af daglegu lífi dásamaði Rockwell hinn “ameríska lífsstíl”. Myndin sem hér sést er ein af “The Four Freedoms”, myndaseríu sem máluð var í áróðursskyni í Seinni heimsstyrjöld.

Hin “frelsin þrjú” má sjá á http://www.curtispublishing.com/gallery/free.htm
_______________________