MG-42 Hér sést þýskur hermaður (úr Waffen-SS, sýnist mér) munda þetta fræga vopn einhverntíman í Seinni heimsstyrjöld.

Þessi byssa varð eitt af frægustu vopnum Þjóðverja. Hún var ákaflega hraðvirk og gaf frá sér sérkennilegt hljóð sem vakti hroll í hermönnum andstæðinga. Þótti það helst minna á hljóðið þegar strigi er rifinn.

Þetta þótti svo góð byssa að þýski herinn (og fleiri) eru enn að nota lítið endurbætta útgáfu í dag.

Aðeins meira má lesa um þetta skotvopn og fleiri á http://listverse.com/2009/10/07/top-10-greatest-firearms-in-history/
_______________________