Þíða í Kalda stríðinu Hér spjalla þeir saman, “fjandvinirnir” Leonid Brésnev Sovétleiðtogi og Richard Nixon Bandaríkjaforseti, í heimsókn þess fyrrnefnda til Washington árið 1973.

Heimsókn þessi var liður í slökunarstefnu (detente) Nixons upp úr 1970. Ætlunin var að bæta samskiptin við bæði stóru kommúnistaríkin, Sovétríkin og Kína, eftir áratugalangt “frost”. Árið áður hafði gamli “kommaveiðarinn” Nixon farið í fræga heimsókn til Kína, sem þótti mjög flott “útspil” í alþjóðapólitíkinni, því samskipti Kína og Sovét voru um það leyti með allra versta móti.

Rússum þótti að sjálfsögðu ill sú tilhugsun að einhver hentugleika-vinskapur væri að myndast milli þessara tveggja höfuðandstæðinga sinna, og ákváðu því líka að eiga sjálfir smá vinalegt spjall við Nixon og Kissinger utanríkisráðherra hans.

Nixon hrökklaðist sem kunnugt er úr embætti vegna Watergate málsins ári síðar. En hafði óneitanlega náð góðum árangri í utanríkismálum með þessum fundum sínum. Samskipti USA við Kína hafa æ síðan verið ágæt, þó stundum hafi kastast í einhverja smá kekki.

Samskiptin við Sovétríkin bötnuðu heilmikið, en áttu hinsvegar eftir að versna aftur áður en yfir lauk. Það er saga sem ég skrifaði eitt sitt grein um, sem finna má á http://www.hugi.is/saga/articles.php?page=view&contentId=2503793
_______________________